Lögreglumenn slasast oftar en aðrir Guðmundur Kjerúlf skrifar 16. mars 2017 07:00 Í kreppunni um og eftir 2009 varð mikill samdráttur hjá mörgum stofnunum á Íslandi. Starfsfólki fækkaði og dregið var úr fjárfestingum í húsnæði, búnaði, tækjum og viðhaldi. Á sama tíma dró ekki úr verkefnum hjá mörgum, verkefni jukust jafnvel. Aukið álag eykur hættuna á slysum og fátt veldur meira álagi en að geta orðið fyrir slysi. Á árunum 2005 til 2009 voru starfandi tæplega 700 lögreglumenn á landinu en þeir voru um 650 á árunum 2010-2016. Færa má rök fyrir því að álag á lögregluna hafi aukist síðustu ár m.a. vegna þess að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Árið 2005 komu tæplega 400 þúsund ferðamenn til landsins en þeir voru 1,8 milljónir 2016. Fyrir hrunið 2008 var algengast að starfsfólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist. Á árunum eftir hrun er lang algengast að lögreglumenn slasist. Um það bil sjötti hver lögreglumaður verður fyrir tilkynningarskyldu vinnuslysi árlega en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu og áttugasti hver í byggingariðnaði. Algengasta orsök vinnuslysa hjá lögreglunni er meðhöndlun og samskipti við fólk. Við mörg verkefni lögreglunnar skiptir fjöldi starfsmanna miklu máli en einnig aldur, kyn, reynsla og þjálfun. Slysum á lögreglumönnum hefur fjölgað síðustu ár en Vinnueftirlitið hefur einnig veitt því athygli að slys á lögreglumönnum eru oft alvarleg. Það blasir við að lögreglan þarf aukið fjármagn og fleira starfsfólk en það leysir ekki allt. Vinnuslys lögreglumanna eru alls ekki einkavandi lögreglunnar. Það er mikilvægt að viðurkenna vandann og greina ítarlega hvar og hvers vegna lögreglumenn slasast. Með samræmdum og markvissum aðgerðum stjórnvalda, lögreglunnar, Vinnueftirlitsins og landsmanna allra má koma í veg fyrir flest vinnuslys hjá lögreglunni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í kreppunni um og eftir 2009 varð mikill samdráttur hjá mörgum stofnunum á Íslandi. Starfsfólki fækkaði og dregið var úr fjárfestingum í húsnæði, búnaði, tækjum og viðhaldi. Á sama tíma dró ekki úr verkefnum hjá mörgum, verkefni jukust jafnvel. Aukið álag eykur hættuna á slysum og fátt veldur meira álagi en að geta orðið fyrir slysi. Á árunum 2005 til 2009 voru starfandi tæplega 700 lögreglumenn á landinu en þeir voru um 650 á árunum 2010-2016. Færa má rök fyrir því að álag á lögregluna hafi aukist síðustu ár m.a. vegna þess að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Árið 2005 komu tæplega 400 þúsund ferðamenn til landsins en þeir voru 1,8 milljónir 2016. Fyrir hrunið 2008 var algengast að starfsfólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist. Á árunum eftir hrun er lang algengast að lögreglumenn slasist. Um það bil sjötti hver lögreglumaður verður fyrir tilkynningarskyldu vinnuslysi árlega en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu og áttugasti hver í byggingariðnaði. Algengasta orsök vinnuslysa hjá lögreglunni er meðhöndlun og samskipti við fólk. Við mörg verkefni lögreglunnar skiptir fjöldi starfsmanna miklu máli en einnig aldur, kyn, reynsla og þjálfun. Slysum á lögreglumönnum hefur fjölgað síðustu ár en Vinnueftirlitið hefur einnig veitt því athygli að slys á lögreglumönnum eru oft alvarleg. Það blasir við að lögreglan þarf aukið fjármagn og fleira starfsfólk en það leysir ekki allt. Vinnuslys lögreglumanna eru alls ekki einkavandi lögreglunnar. Það er mikilvægt að viðurkenna vandann og greina ítarlega hvar og hvers vegna lögreglumenn slasast. Með samræmdum og markvissum aðgerðum stjórnvalda, lögreglunnar, Vinnueftirlitsins og landsmanna allra má koma í veg fyrir flest vinnuslys hjá lögreglunni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar