Lögreglumenn slasast oftar en aðrir Guðmundur Kjerúlf skrifar 16. mars 2017 07:00 Í kreppunni um og eftir 2009 varð mikill samdráttur hjá mörgum stofnunum á Íslandi. Starfsfólki fækkaði og dregið var úr fjárfestingum í húsnæði, búnaði, tækjum og viðhaldi. Á sama tíma dró ekki úr verkefnum hjá mörgum, verkefni jukust jafnvel. Aukið álag eykur hættuna á slysum og fátt veldur meira álagi en að geta orðið fyrir slysi. Á árunum 2005 til 2009 voru starfandi tæplega 700 lögreglumenn á landinu en þeir voru um 650 á árunum 2010-2016. Færa má rök fyrir því að álag á lögregluna hafi aukist síðustu ár m.a. vegna þess að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Árið 2005 komu tæplega 400 þúsund ferðamenn til landsins en þeir voru 1,8 milljónir 2016. Fyrir hrunið 2008 var algengast að starfsfólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist. Á árunum eftir hrun er lang algengast að lögreglumenn slasist. Um það bil sjötti hver lögreglumaður verður fyrir tilkynningarskyldu vinnuslysi árlega en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu og áttugasti hver í byggingariðnaði. Algengasta orsök vinnuslysa hjá lögreglunni er meðhöndlun og samskipti við fólk. Við mörg verkefni lögreglunnar skiptir fjöldi starfsmanna miklu máli en einnig aldur, kyn, reynsla og þjálfun. Slysum á lögreglumönnum hefur fjölgað síðustu ár en Vinnueftirlitið hefur einnig veitt því athygli að slys á lögreglumönnum eru oft alvarleg. Það blasir við að lögreglan þarf aukið fjármagn og fleira starfsfólk en það leysir ekki allt. Vinnuslys lögreglumanna eru alls ekki einkavandi lögreglunnar. Það er mikilvægt að viðurkenna vandann og greina ítarlega hvar og hvers vegna lögreglumenn slasast. Með samræmdum og markvissum aðgerðum stjórnvalda, lögreglunnar, Vinnueftirlitsins og landsmanna allra má koma í veg fyrir flest vinnuslys hjá lögreglunni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í kreppunni um og eftir 2009 varð mikill samdráttur hjá mörgum stofnunum á Íslandi. Starfsfólki fækkaði og dregið var úr fjárfestingum í húsnæði, búnaði, tækjum og viðhaldi. Á sama tíma dró ekki úr verkefnum hjá mörgum, verkefni jukust jafnvel. Aukið álag eykur hættuna á slysum og fátt veldur meira álagi en að geta orðið fyrir slysi. Á árunum 2005 til 2009 voru starfandi tæplega 700 lögreglumenn á landinu en þeir voru um 650 á árunum 2010-2016. Færa má rök fyrir því að álag á lögregluna hafi aukist síðustu ár m.a. vegna þess að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Árið 2005 komu tæplega 400 þúsund ferðamenn til landsins en þeir voru 1,8 milljónir 2016. Fyrir hrunið 2008 var algengast að starfsfólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist. Á árunum eftir hrun er lang algengast að lögreglumenn slasist. Um það bil sjötti hver lögreglumaður verður fyrir tilkynningarskyldu vinnuslysi árlega en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu og áttugasti hver í byggingariðnaði. Algengasta orsök vinnuslysa hjá lögreglunni er meðhöndlun og samskipti við fólk. Við mörg verkefni lögreglunnar skiptir fjöldi starfsmanna miklu máli en einnig aldur, kyn, reynsla og þjálfun. Slysum á lögreglumönnum hefur fjölgað síðustu ár en Vinnueftirlitið hefur einnig veitt því athygli að slys á lögreglumönnum eru oft alvarleg. Það blasir við að lögreglan þarf aukið fjármagn og fleira starfsfólk en það leysir ekki allt. Vinnuslys lögreglumanna eru alls ekki einkavandi lögreglunnar. Það er mikilvægt að viðurkenna vandann og greina ítarlega hvar og hvers vegna lögreglumenn slasast. Með samræmdum og markvissum aðgerðum stjórnvalda, lögreglunnar, Vinnueftirlitsins og landsmanna allra má koma í veg fyrir flest vinnuslys hjá lögreglunni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun