Björt framtíð efni gefin loforð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Björt framtíð ætlar, komist hún í aðstöðu til þess, að beita sér fyrir því að ýmiss konar kerfi, þ.m.t. heilbrigðiskerfið verði manneskju- og mannúðlegri. Við munum því beita okkur fyrir auknum fjárveitingum til heilbrigðismála á þá lund að hér verði rekið heilbrigðiskerfi sem við getum verið stolt af.“ Þessi tilvitnun er úr bréfi sem Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, barst frá Bjartri framtíð fyrir kosningar. Þar segir ennfremur: „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis.“ Og enn fremur: „Björt framtíð setur mannúðlegra samfélag hins vegar í forgang og aðgengi sjúklinga að lyfjum og meðferðum tengdum veikindum þeirra verður að vera í forgangi í slíku samfélagi.“ Er hægt að túlka þessi orð á annan hátt en þann að Björt framtíð hyggist beita sér fyrir því að krabbameinsveikir einstaklingar eigi kost á bestu lyfjum sem völ er á? Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Íslendingar innleitt um fjórðung af þeim krabbameinslyfjum sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert. Mér brá því í brún þegar ég heyrði svar Óttars Proppé við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur í þinginu hinn 23. febrúar síðastliðinn. Fyrirspurn Svandísar var á þá leið hvort heilbrigðisráðherra hygðist beita sér fyrir því í aukafjárlögum að íslenskum krabbameinssjúklingum stæðu til boða sömu lyf og bjóðast annars staðar á Norðurlöndunum. Óttarr sagði ekki sjálfgefið að þau lyf sem ekki bjóðast hér á landi væru endilega þau bestu og að Íslendingar þyrftu ekki endilega alltaf að vera fyrstir með lyfin.Rökin standast ekki Hvaða forsendur gefur Óttarr þegar hann fullyrðir að þessi lyf séu ekki endilega best? Er hann að draga í efa faglegt mat heilbrigðisyfirvalda annars staðar á Norðurlöndunum sem hafa þegar innleitt nýjar tegundir krabbameinslyfja? Það svar er ekki boðlegt þeim sem nú berjast við krabbamein. Þeir eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni og þar af leiðandi bestu hugsanlegum lyfjum. Rök þess eðlis að hann sé bundinn af fjárlögum standast ekki og ganga fráleitt lengra en 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þá má líka benda á leiðara Þorbjarnar Þórðarsonar, lögfræðings og fréttamanns á Stöð 2, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi 28. febrúar. Þar getur hann þess að umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr. mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Í ljósi þessa má spyrja sig hvort ráðherra sé heimilt að túlka lögin á þann hátt sem honum hentar hverju sinni og senda frá sér íþyngjandi reglugerðir, sbr. reglugerð sem nú er í smíðum og kveður á um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu? Þar er vissulega gert ráð fyrir ákveðnu þaki á þá upphæð sem sjúklingar greiða á ári en svo kemur alltaf nýtt ár og nýr ráðherra. Í ljósi þess sem að framan er rakið má færa gild rök fyrir því að Alþingi hafi í raun brotið stjórnarskrána með því að framselja valdið til að mæla fyrir um umfang og takmörk réttindaskerðingar sjúklinga í reglugerð ráðherra. Ef löggjafinn vill fylgja fyrirmælum 76. gr. þá þarf að mæla fyrir um umfang og takmörk þeirra réttinda sem sjúklingar njóta í settum lögum Alþingis, ekki reglugerð. Það sama gildir um réttindaskerðinguna. Fjölmargir sjúklingar eiga einfaldlega ekki þá peninga sem krafist er af þeim vegna eigin meðferðar. Féleysið er oftast afleiðing af veikindunum sjálfum en einnig örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Nú er lag fyrir Bjarta framtíð að „að beita sér fyrir því að ýmiss konar kerfi, þar með talið heilbrigðiskerfið verði manneskju- og mannúðlegri“ svo vitnað sé aftur í yfirlýsingu flokksins og efna þar með þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Björt framtíð ætlar, komist hún í aðstöðu til þess, að beita sér fyrir því að ýmiss konar kerfi, þ.m.t. heilbrigðiskerfið verði manneskju- og mannúðlegri. Við munum því beita okkur fyrir auknum fjárveitingum til heilbrigðismála á þá lund að hér verði rekið heilbrigðiskerfi sem við getum verið stolt af.“ Þessi tilvitnun er úr bréfi sem Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, barst frá Bjartri framtíð fyrir kosningar. Þar segir ennfremur: „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis.“ Og enn fremur: „Björt framtíð setur mannúðlegra samfélag hins vegar í forgang og aðgengi sjúklinga að lyfjum og meðferðum tengdum veikindum þeirra verður að vera í forgangi í slíku samfélagi.“ Er hægt að túlka þessi orð á annan hátt en þann að Björt framtíð hyggist beita sér fyrir því að krabbameinsveikir einstaklingar eigi kost á bestu lyfjum sem völ er á? Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Íslendingar innleitt um fjórðung af þeim krabbameinslyfjum sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert. Mér brá því í brún þegar ég heyrði svar Óttars Proppé við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur í þinginu hinn 23. febrúar síðastliðinn. Fyrirspurn Svandísar var á þá leið hvort heilbrigðisráðherra hygðist beita sér fyrir því í aukafjárlögum að íslenskum krabbameinssjúklingum stæðu til boða sömu lyf og bjóðast annars staðar á Norðurlöndunum. Óttarr sagði ekki sjálfgefið að þau lyf sem ekki bjóðast hér á landi væru endilega þau bestu og að Íslendingar þyrftu ekki endilega alltaf að vera fyrstir með lyfin.Rökin standast ekki Hvaða forsendur gefur Óttarr þegar hann fullyrðir að þessi lyf séu ekki endilega best? Er hann að draga í efa faglegt mat heilbrigðisyfirvalda annars staðar á Norðurlöndunum sem hafa þegar innleitt nýjar tegundir krabbameinslyfja? Það svar er ekki boðlegt þeim sem nú berjast við krabbamein. Þeir eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni og þar af leiðandi bestu hugsanlegum lyfjum. Rök þess eðlis að hann sé bundinn af fjárlögum standast ekki og ganga fráleitt lengra en 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þá má líka benda á leiðara Þorbjarnar Þórðarsonar, lögfræðings og fréttamanns á Stöð 2, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi 28. febrúar. Þar getur hann þess að umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr. mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Í ljósi þessa má spyrja sig hvort ráðherra sé heimilt að túlka lögin á þann hátt sem honum hentar hverju sinni og senda frá sér íþyngjandi reglugerðir, sbr. reglugerð sem nú er í smíðum og kveður á um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu? Þar er vissulega gert ráð fyrir ákveðnu þaki á þá upphæð sem sjúklingar greiða á ári en svo kemur alltaf nýtt ár og nýr ráðherra. Í ljósi þess sem að framan er rakið má færa gild rök fyrir því að Alþingi hafi í raun brotið stjórnarskrána með því að framselja valdið til að mæla fyrir um umfang og takmörk réttindaskerðingar sjúklinga í reglugerð ráðherra. Ef löggjafinn vill fylgja fyrirmælum 76. gr. þá þarf að mæla fyrir um umfang og takmörk þeirra réttinda sem sjúklingar njóta í settum lögum Alþingis, ekki reglugerð. Það sama gildir um réttindaskerðinguna. Fjölmargir sjúklingar eiga einfaldlega ekki þá peninga sem krafist er af þeim vegna eigin meðferðar. Féleysið er oftast afleiðing af veikindunum sjálfum en einnig örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Nú er lag fyrir Bjarta framtíð að „að beita sér fyrir því að ýmiss konar kerfi, þar með talið heilbrigðiskerfið verði manneskju- og mannúðlegri“ svo vitnað sé aftur í yfirlýsingu flokksins og efna þar með þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar