Ég til náms- og starfsráðgjafa - af hverju? Anna Lóa Ólafsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun