Sköp mín eru ekki skammarefni Kristjana Björk Barðdal skrifar 16. mars 2017 13:50 Í samfélaginu er tabú að tala um kynfæri kvenna. Sjálfsfróun kvenna er feimnismál og sömuleiðis blæðingar. Þessir tveir hlutir eru sjálfsagður hluti af lífi langflestra kvenna. Vitundarvakning er þörf í samfélaginu. Í byrjun febrúar gaf Framhaldskólablaðið út blað tileinkað túr en þar var verkefnið MÉR BLÆÐIR stór hluti af blaðinu. Í byrjun mars var frumsýningarpartý Völvunnar, en markmið hennar er að upplýsa fólk um píkuna. Nú er komið að okkar í femínistafélagi Háskóla Ísland að opna og styrkja umræðuna um túr. Í þeim tilgangi stóðum við fyrir Túrdögum Háskóla Íslands dagana 14.-16.mars. Túr eða blæðingar eru hluti af lífi helming mannkyns og er eitthvað sem við ættum ekki að skammast okkar fyrir. Ég hef farið á túr síðan ég var 11 ára gömul. Fólk hefur farið á túr frá því að mannkynið þróaðist í þá mynd sem við erum í dag, sem þýðir að konur hafa verið jafn lengi til og þær hafa farið á túr. Af hverju er ég álitin veikari en aðrir þegar að ég fer á túr? Ég er kona og fer á túr. Það gerir konur ekki að veikari einstakling eða verri kostum. Eru blæðingar ástæða þess að konur séu ekki nógu verðugar að sinna ákveðnum störfum? Það að manneskja fari á túr þýðir ekki að hún sé minna hæf að sinna stjórnunar- eða ábyrgðarstörfum. Sú hugmynd er viðvarandi í samfélaginu að konur geti ekki sinnt störfum sem karlar sinna. Það er feðraveldið sem enn lifir innan okkar nútímasamfélags sem heldur afturhaldssömum viðhorfum á lífi: hugmyndir eins og að konan sé veikari og húsbóndinn sjái fyrir heimilinu. Hvað varðar birtingarmynd sjálfsfróunar kvenna þá get ég talið á fingrum annarar handar hve oft ég hef séð ýjað að sjálfsfróun kvenna í bíómynd. Ekki er hægt að segja það sama um sjálfsfróun karla sem er sett fram hið eðlilegasta mál. Í raunveruleikanum eru þessir tveir hlutir alveg jafn algengir. Sjálfsfróun á ekki að vera eitthvað sem konur skammast sín fyrir. Ungar stelpur eiga að vera fræddar um þetta í kynfræðslu. Það eina sem ég lærði í kynfræðslu þegar ég var yngri var að ég myndi byrja á blæðingum fljótlega og við hvern ég skyldi þá tala. Sömuleiðis fengum við hræðsluáróður um kynsjúkdóma en enga fræðslu um hvernig skyldi sporna við þeim. Við fengum enga fræðslu um getnaðarvarnir aðra en um smokkinn, aldrei var minnst á pilluna eða aðrar hormónagetnaðarvarnir. Hvað varðar hormónagetnaðarvarnir og tíðarvörur sömuleiðis þarf að auka fræðslu og sömuleiðis að notendur séu upplýstir um skaðsemi þeirra svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun við kaup og notkun á þeim. Af hverju er ekkert talað um álfabikarinn? eða TSS sjúkdóminn (e. toxic shock syndrome) sem fólk getur greinst með vegna notkun túrtappa. Þegar ég hef sterkar skoðanir, hækka í mér röddina eða læt í mér heyra þýðir það ekki að ég sé að finna tækifæri til þess að ögra fólki því ég er á túr. Það að spyrja konu hvort hún sé á túr þegar að hegðun hennar, skap, tónn eða orð henta þér ekki er birtingarform feðraveldisins: að öllu leyti gamaldags og óásættanlegt. Blæðingar eru ekki rót tilfinninga kvenna. Það að fara á túr breytir ekki skoðunum okkar, hvað við gerum eða hvað við viljum. Að spyrja konu hvort hún sé á túr með niðrandi hætti ætti ekki að líðast í okkar samfélagi. Það að konur fari á blæðingar gerir þær ekki óhæfar í að sinna störfum heldur eru það ranghugmyndir sem eru byggðar á brengluðum staðalímyndum samfélagsins. Ég verð viðkvæm á túr en það þýðir ekki að ég geti ekki sinnt störfum jafn vel og karlar. Mér blæðir einu sinni í mánuði en samt sem áður get ég verið ákveðin alla daga mánaðarins. Mér blæðir 12 sinnum á ári en samt sem áður get ég verið tillitsöm alla daga ársins. Umræða um blæðingar skiptir gríðarlega miklu máli, bæði hvað varðar fræðslu ungra stelpna á grundvallaratriðum og fræðslu um önnur málefni hvað varðar túr. Eins og skaðsemi túrvara á líkamann og umhverfið, munaðarskatturinn sem er á túrvörum og afleiðingar stöðugrar notkunar á hormónagetnaðarvörnum. Vitundarvakning í samfélaginu hvað varðar túr, píkur og #freethenipple snýst ekki um að geta labbað alsber út á götu eða að sýna næstu manneskju líkama þinn þegar að hún vill það ekki. Það snýst um að fólki hafi val og sé ekki fordæmt fyrir það sem það gerir eða segir. Að fólk þekki líkama sinn og sé upplýst um hluti tengda honum. Að fólk sé upplýst um þá hluti sem má segja og gera, þó svo að óskrifaðar reglur samfélagsins leyfi það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í samfélaginu er tabú að tala um kynfæri kvenna. Sjálfsfróun kvenna er feimnismál og sömuleiðis blæðingar. Þessir tveir hlutir eru sjálfsagður hluti af lífi langflestra kvenna. Vitundarvakning er þörf í samfélaginu. Í byrjun febrúar gaf Framhaldskólablaðið út blað tileinkað túr en þar var verkefnið MÉR BLÆÐIR stór hluti af blaðinu. Í byrjun mars var frumsýningarpartý Völvunnar, en markmið hennar er að upplýsa fólk um píkuna. Nú er komið að okkar í femínistafélagi Háskóla Ísland að opna og styrkja umræðuna um túr. Í þeim tilgangi stóðum við fyrir Túrdögum Háskóla Íslands dagana 14.-16.mars. Túr eða blæðingar eru hluti af lífi helming mannkyns og er eitthvað sem við ættum ekki að skammast okkar fyrir. Ég hef farið á túr síðan ég var 11 ára gömul. Fólk hefur farið á túr frá því að mannkynið þróaðist í þá mynd sem við erum í dag, sem þýðir að konur hafa verið jafn lengi til og þær hafa farið á túr. Af hverju er ég álitin veikari en aðrir þegar að ég fer á túr? Ég er kona og fer á túr. Það gerir konur ekki að veikari einstakling eða verri kostum. Eru blæðingar ástæða þess að konur séu ekki nógu verðugar að sinna ákveðnum störfum? Það að manneskja fari á túr þýðir ekki að hún sé minna hæf að sinna stjórnunar- eða ábyrgðarstörfum. Sú hugmynd er viðvarandi í samfélaginu að konur geti ekki sinnt störfum sem karlar sinna. Það er feðraveldið sem enn lifir innan okkar nútímasamfélags sem heldur afturhaldssömum viðhorfum á lífi: hugmyndir eins og að konan sé veikari og húsbóndinn sjái fyrir heimilinu. Hvað varðar birtingarmynd sjálfsfróunar kvenna þá get ég talið á fingrum annarar handar hve oft ég hef séð ýjað að sjálfsfróun kvenna í bíómynd. Ekki er hægt að segja það sama um sjálfsfróun karla sem er sett fram hið eðlilegasta mál. Í raunveruleikanum eru þessir tveir hlutir alveg jafn algengir. Sjálfsfróun á ekki að vera eitthvað sem konur skammast sín fyrir. Ungar stelpur eiga að vera fræddar um þetta í kynfræðslu. Það eina sem ég lærði í kynfræðslu þegar ég var yngri var að ég myndi byrja á blæðingum fljótlega og við hvern ég skyldi þá tala. Sömuleiðis fengum við hræðsluáróður um kynsjúkdóma en enga fræðslu um hvernig skyldi sporna við þeim. Við fengum enga fræðslu um getnaðarvarnir aðra en um smokkinn, aldrei var minnst á pilluna eða aðrar hormónagetnaðarvarnir. Hvað varðar hormónagetnaðarvarnir og tíðarvörur sömuleiðis þarf að auka fræðslu og sömuleiðis að notendur séu upplýstir um skaðsemi þeirra svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun við kaup og notkun á þeim. Af hverju er ekkert talað um álfabikarinn? eða TSS sjúkdóminn (e. toxic shock syndrome) sem fólk getur greinst með vegna notkun túrtappa. Þegar ég hef sterkar skoðanir, hækka í mér röddina eða læt í mér heyra þýðir það ekki að ég sé að finna tækifæri til þess að ögra fólki því ég er á túr. Það að spyrja konu hvort hún sé á túr þegar að hegðun hennar, skap, tónn eða orð henta þér ekki er birtingarform feðraveldisins: að öllu leyti gamaldags og óásættanlegt. Blæðingar eru ekki rót tilfinninga kvenna. Það að fara á túr breytir ekki skoðunum okkar, hvað við gerum eða hvað við viljum. Að spyrja konu hvort hún sé á túr með niðrandi hætti ætti ekki að líðast í okkar samfélagi. Það að konur fari á blæðingar gerir þær ekki óhæfar í að sinna störfum heldur eru það ranghugmyndir sem eru byggðar á brengluðum staðalímyndum samfélagsins. Ég verð viðkvæm á túr en það þýðir ekki að ég geti ekki sinnt störfum jafn vel og karlar. Mér blæðir einu sinni í mánuði en samt sem áður get ég verið ákveðin alla daga mánaðarins. Mér blæðir 12 sinnum á ári en samt sem áður get ég verið tillitsöm alla daga ársins. Umræða um blæðingar skiptir gríðarlega miklu máli, bæði hvað varðar fræðslu ungra stelpna á grundvallaratriðum og fræðslu um önnur málefni hvað varðar túr. Eins og skaðsemi túrvara á líkamann og umhverfið, munaðarskatturinn sem er á túrvörum og afleiðingar stöðugrar notkunar á hormónagetnaðarvörnum. Vitundarvakning í samfélaginu hvað varðar túr, píkur og #freethenipple snýst ekki um að geta labbað alsber út á götu eða að sýna næstu manneskju líkama þinn þegar að hún vill það ekki. Það snýst um að fólki hafi val og sé ekki fordæmt fyrir það sem það gerir eða segir. Að fólk þekki líkama sinn og sé upplýst um hluti tengda honum. Að fólk sé upplýst um þá hluti sem má segja og gera, þó svo að óskrifaðar reglur samfélagsins leyfi það ekki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar