Er líkamleg heilsa mikilvægari en andleg heilsa? Guðrún Runólfsdóttir skrifar 16. mars 2017 00:00 Síðastliðið eitt og hálft ár hef ég þrívegis legið á sjúkrahúsi, þar af einu sinni á geðdeild. Tel ég mig því geta borið saman þjónustu geðsviðs og annarra deilda heilbrigðiskerfisins. Á fæðingardeild Lsp. fékk ég aðstoð við brjóstagjöf og starfsfólkið kom mjög vel fram við mig og sýndi mér mikinn stuðning. Þá var ég eina nótt á spítala í Keflavík í kjölfar aðgerðar. Þar var komið fram við mig sem prinsessu, komið inn til mín með reglulegu millibili og allir tilbúnir að gera allt fyrir mig. Þá leitaði ég nýlega aðstoðar inn á bráðadeild Lsp. vegna sýkingar og dvaldi þar yfir nótt. Það var vissulega nokkur biðtími eftir þjónustu enda heilbrigðiskerfið alveg að springa og alltof mikið álag á starfsfólki. En enn og aftur var samt komið fram við mig eins og ég skipti máli og að starfsmönnum væri ekki sama um heilsu mína. Upplifun mín af viku innlögn á geðdeild stuttu eftir fæðingu sonar míns var hins vegar önnur. Þar mætti ég ekki sama stuðningi og hlýju og þegar ég leitaði aðstoðar vegna líkamlegra kvilla. Umhverfi biðstofu geðdeildar var kalt og ónotalegt og sama umhverfi tók við þegar ég fékk inni á deildinni í annað skiptið sem ég leitaði á bráðamóttöku geðsviðs. Starfsfólk talaði ekki við mig að fyrra bragði og ég fékk ekki viðtal við sálfræðing þrátt fyrir að óska eftir því. Upplifun mín var sú að þar sem starfsfólk vissi að ég ætti góða að og væri hjá góðum geðlækni þyrfti nú ekki að eyða of miklum tíma í mín mál. Að fenginni þessari reynslu velti ég fyrir mér hvort við séum virkilega í þeirri stöðu á árinu 2017 að andleg heilsa sé ekki jafn mikilvæg og líkamleg. Því þarf að breyta – og það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Síðastliðið eitt og hálft ár hef ég þrívegis legið á sjúkrahúsi, þar af einu sinni á geðdeild. Tel ég mig því geta borið saman þjónustu geðsviðs og annarra deilda heilbrigðiskerfisins. Á fæðingardeild Lsp. fékk ég aðstoð við brjóstagjöf og starfsfólkið kom mjög vel fram við mig og sýndi mér mikinn stuðning. Þá var ég eina nótt á spítala í Keflavík í kjölfar aðgerðar. Þar var komið fram við mig sem prinsessu, komið inn til mín með reglulegu millibili og allir tilbúnir að gera allt fyrir mig. Þá leitaði ég nýlega aðstoðar inn á bráðadeild Lsp. vegna sýkingar og dvaldi þar yfir nótt. Það var vissulega nokkur biðtími eftir þjónustu enda heilbrigðiskerfið alveg að springa og alltof mikið álag á starfsfólki. En enn og aftur var samt komið fram við mig eins og ég skipti máli og að starfsmönnum væri ekki sama um heilsu mína. Upplifun mín af viku innlögn á geðdeild stuttu eftir fæðingu sonar míns var hins vegar önnur. Þar mætti ég ekki sama stuðningi og hlýju og þegar ég leitaði aðstoðar vegna líkamlegra kvilla. Umhverfi biðstofu geðdeildar var kalt og ónotalegt og sama umhverfi tók við þegar ég fékk inni á deildinni í annað skiptið sem ég leitaði á bráðamóttöku geðsviðs. Starfsfólk talaði ekki við mig að fyrra bragði og ég fékk ekki viðtal við sálfræðing þrátt fyrir að óska eftir því. Upplifun mín var sú að þar sem starfsfólk vissi að ég ætti góða að og væri hjá góðum geðlækni þyrfti nú ekki að eyða of miklum tíma í mín mál. Að fenginni þessari reynslu velti ég fyrir mér hvort við séum virkilega í þeirri stöðu á árinu 2017 að andleg heilsa sé ekki jafn mikilvæg og líkamleg. Því þarf að breyta – og það strax!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar