Borgun: Ekki rétt að stóraukin umsvif utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem aðrir vilji ekki sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2017 17:52 Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/Ernir Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20
Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00
FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47