Ríkisreknar ofsóknir Sigurður Einarsson skrifar 7. mars 2017 10:11 Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar