Illa skipulagður raforkumarkaður og verð til heimila of lágt Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2017 17:00 Raforkuverð sem íslensk heimili greiða er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Danskir hagfræðingar sem unnu úttekt á raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun telja að það þurfi að endurskipuleggja raforkumarkaðinn, auka verðmætasköpun og hækka verða á rafmagni innanlands. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. „Rafmagn og húshitun er í mörgum ríkjum stór útgjaldapóstur heimila en Íslendingar búa svo vel að þurfa að nota minni skerf að ráðstöfunartekjum sínum til að greiða fyrir rafmagn og húshitun en aðrar þjóðir. Fyrir sömu notkun þyrftu hjón í Reykjavík t.a.m. að greiða þrefalt verð væru þau búsett í Kaupmannahöfn,“ segir í greiningu SA. Helge Sigurd Næss-Schmidt hjá Copenhagen Economics segir að það sé ekki bara lágt raforkuverð sem gera megi athugasemdir við. „Þið hafið kerfi þar sem það er ekkert eftirlit með því hvort það sé nægt framboð af raforku og hvort framboðið anni eftirspurn. Við sjáum líka að það er mjög lítið af upplýsingum um raforkuverð inni á markaðnum. Þau verð sem markaðurinn gæti eða ætti að geta fengið. Þið þurfið að finna aðferð til að búa til markað þar sem neytendur og aðrir sem kaupa raforku hafa yfirsýn yfir verð.“ En hvers vegna? Stærstur hluti orkufyrirtækjanna er í opinberri eigu. Til hvers að efla markað með raforkuverð þegar ríki og sveitarfélög eru alltumlykjandi í sölu á rafmagni? „Fjárfestingarákvarðanir sem þjónustuveitendur á raforkumarkaði taka byggjast á alþjóðlegri verðþróun með raforku. Þannig myndi íslenskt samfélag ná auknum verðmætum út úr þessum markaði. Ef þeir geta selt raforku á hærra verði, til dæmis verðinu sem þekkist á öðrum raforkumörkuðum í útlöndum, þá ættu þeir að geta gert það,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Sjá viðtal við Helge Sigurd Næss-Schmidt eiganda Copenhagen Economics, Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar í myndskeiði. Mest lesið Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Raforkuverð sem íslensk heimili greiða er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Danskir hagfræðingar sem unnu úttekt á raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun telja að það þurfi að endurskipuleggja raforkumarkaðinn, auka verðmætasköpun og hækka verða á rafmagni innanlands. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. „Rafmagn og húshitun er í mörgum ríkjum stór útgjaldapóstur heimila en Íslendingar búa svo vel að þurfa að nota minni skerf að ráðstöfunartekjum sínum til að greiða fyrir rafmagn og húshitun en aðrar þjóðir. Fyrir sömu notkun þyrftu hjón í Reykjavík t.a.m. að greiða þrefalt verð væru þau búsett í Kaupmannahöfn,“ segir í greiningu SA. Helge Sigurd Næss-Schmidt hjá Copenhagen Economics segir að það sé ekki bara lágt raforkuverð sem gera megi athugasemdir við. „Þið hafið kerfi þar sem það er ekkert eftirlit með því hvort það sé nægt framboð af raforku og hvort framboðið anni eftirspurn. Við sjáum líka að það er mjög lítið af upplýsingum um raforkuverð inni á markaðnum. Þau verð sem markaðurinn gæti eða ætti að geta fengið. Þið þurfið að finna aðferð til að búa til markað þar sem neytendur og aðrir sem kaupa raforku hafa yfirsýn yfir verð.“ En hvers vegna? Stærstur hluti orkufyrirtækjanna er í opinberri eigu. Til hvers að efla markað með raforkuverð þegar ríki og sveitarfélög eru alltumlykjandi í sölu á rafmagni? „Fjárfestingarákvarðanir sem þjónustuveitendur á raforkumarkaði taka byggjast á alþjóðlegri verðþróun með raforku. Þannig myndi íslenskt samfélag ná auknum verðmætum út úr þessum markaði. Ef þeir geta selt raforku á hærra verði, til dæmis verðinu sem þekkist á öðrum raforkumörkuðum í útlöndum, þá ættu þeir að geta gert það,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Sjá viðtal við Helge Sigurd Næss-Schmidt eiganda Copenhagen Economics, Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar í myndskeiði.
Mest lesið Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira