Er skuld við þjóðvegina forgangskrafa? Ari Teitsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Þjóðvegir landsins eiga sér árhundraða sögu, þeir hafa verið byggðir upp og þeim við haldið af þegnunum samkvæmt lagafyrirmælum og svo er enn þótt þeir beri nú önnur skráningarnöfn. Þannig munu í lögum ákvæði um að hluti gjalda af bifreiðaeldsneyti, hluti þungskatta af bifreiðum og hluti innflutningsgjalda af bifreiðum skuli renna til uppbyggingar og viðhalds vega. Í upphafi þessarar aldar þ.e. til 2008 var uppbygging og viðhald vegakerfisins í viðunandi farvegi þótt vissulega væru ekki allir ánægðir. Við hrunið 2008 breyttist geta samfélagsins mjög til hins verra. Talið er að kostnaður ríkisins (þegnanna ) af hruninu hafi numið 500-700 milljörðum og þurfti víða að leita fanga til að mæta því. Óhjákvæmilegt reyndist þá að skera mjög niður framlög til uppbyggingar og viðhalds þjóðveganna þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum breyttist ekki. Því má með nokkrum rétti halda því fram að ríkið hafi fengið neyðarlán hjá þjóðvegunum á árabilinu 2009 til 2014. Ekki verður hér reynt að meta heildarupphæð lánsins en sé miðað við vegafé fyrir hrun og á fjárlögum ársins 2017 annars vegar, og vegafé 2009-2014 hins vegar, nemur upphæðin væntanlega einhverjum tugum milljarða. Sem betur fer voru ekki öll framlög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt Arion banka til um 50 milljarða sem horfur eru á að verði endurgreiddir að fullu á næstu mánuðum. Því vakna nú eðlilega spurningar um hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flestir virðast sammála um að fénu skuli varið til að greiða niður skuldir, en hvaða skuldir? Við skuldauppgjör er skuldum jafnan skipt í forgangskröfur (sem greiða skal fyrst) og almennar kröfur. Skuldin við þjóðvegina hefur leitt til þess að nýbyggingar vega hafa verið mög takmarkaðar frá hruni og viðhaldi ábótavant. Þetta er óviðunandi og þó enn verra fyrir mjög aukið álag á vegi landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Þessir ferðamenn eru í raun bjargvættir þjóðarinnar og meginskýring þess hve efnahagur þjóðarbúsins hefur batnað hratt. Ætla má að ástand þjóðveganna sé eitt alvarlegasta vandamálið varðandi þjónustu við ferðamenn og líklegast til að spilla orðspori okkar. Veigamikil rök hníga þannig að því að skuldin við þjóðvegina sé forgangskrafa sem greiða skuli á undan öðrum kröfum, sé svo ætti að nýta a.m.k. hluta þess fjár sem fæst við sölu Arion banka til sérstaks átaks í vegagerð óháð nýsamþykktum fjárlögum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þjóðvegir landsins eiga sér árhundraða sögu, þeir hafa verið byggðir upp og þeim við haldið af þegnunum samkvæmt lagafyrirmælum og svo er enn þótt þeir beri nú önnur skráningarnöfn. Þannig munu í lögum ákvæði um að hluti gjalda af bifreiðaeldsneyti, hluti þungskatta af bifreiðum og hluti innflutningsgjalda af bifreiðum skuli renna til uppbyggingar og viðhalds vega. Í upphafi þessarar aldar þ.e. til 2008 var uppbygging og viðhald vegakerfisins í viðunandi farvegi þótt vissulega væru ekki allir ánægðir. Við hrunið 2008 breyttist geta samfélagsins mjög til hins verra. Talið er að kostnaður ríkisins (þegnanna ) af hruninu hafi numið 500-700 milljörðum og þurfti víða að leita fanga til að mæta því. Óhjákvæmilegt reyndist þá að skera mjög niður framlög til uppbyggingar og viðhalds þjóðveganna þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum breyttist ekki. Því má með nokkrum rétti halda því fram að ríkið hafi fengið neyðarlán hjá þjóðvegunum á árabilinu 2009 til 2014. Ekki verður hér reynt að meta heildarupphæð lánsins en sé miðað við vegafé fyrir hrun og á fjárlögum ársins 2017 annars vegar, og vegafé 2009-2014 hins vegar, nemur upphæðin væntanlega einhverjum tugum milljarða. Sem betur fer voru ekki öll framlög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt Arion banka til um 50 milljarða sem horfur eru á að verði endurgreiddir að fullu á næstu mánuðum. Því vakna nú eðlilega spurningar um hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flestir virðast sammála um að fénu skuli varið til að greiða niður skuldir, en hvaða skuldir? Við skuldauppgjör er skuldum jafnan skipt í forgangskröfur (sem greiða skal fyrst) og almennar kröfur. Skuldin við þjóðvegina hefur leitt til þess að nýbyggingar vega hafa verið mög takmarkaðar frá hruni og viðhaldi ábótavant. Þetta er óviðunandi og þó enn verra fyrir mjög aukið álag á vegi landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Þessir ferðamenn eru í raun bjargvættir þjóðarinnar og meginskýring þess hve efnahagur þjóðarbúsins hefur batnað hratt. Ætla má að ástand þjóðveganna sé eitt alvarlegasta vandamálið varðandi þjónustu við ferðamenn og líklegast til að spilla orðspori okkar. Veigamikil rök hníga þannig að því að skuldin við þjóðvegina sé forgangskrafa sem greiða skuli á undan öðrum kröfum, sé svo ætti að nýta a.m.k. hluta þess fjár sem fæst við sölu Arion banka til sérstaks átaks í vegagerð óháð nýsamþykktum fjárlögum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar