Er skuld við þjóðvegina forgangskrafa? Ari Teitsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Þjóðvegir landsins eiga sér árhundraða sögu, þeir hafa verið byggðir upp og þeim við haldið af þegnunum samkvæmt lagafyrirmælum og svo er enn þótt þeir beri nú önnur skráningarnöfn. Þannig munu í lögum ákvæði um að hluti gjalda af bifreiðaeldsneyti, hluti þungskatta af bifreiðum og hluti innflutningsgjalda af bifreiðum skuli renna til uppbyggingar og viðhalds vega. Í upphafi þessarar aldar þ.e. til 2008 var uppbygging og viðhald vegakerfisins í viðunandi farvegi þótt vissulega væru ekki allir ánægðir. Við hrunið 2008 breyttist geta samfélagsins mjög til hins verra. Talið er að kostnaður ríkisins (þegnanna ) af hruninu hafi numið 500-700 milljörðum og þurfti víða að leita fanga til að mæta því. Óhjákvæmilegt reyndist þá að skera mjög niður framlög til uppbyggingar og viðhalds þjóðveganna þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum breyttist ekki. Því má með nokkrum rétti halda því fram að ríkið hafi fengið neyðarlán hjá þjóðvegunum á árabilinu 2009 til 2014. Ekki verður hér reynt að meta heildarupphæð lánsins en sé miðað við vegafé fyrir hrun og á fjárlögum ársins 2017 annars vegar, og vegafé 2009-2014 hins vegar, nemur upphæðin væntanlega einhverjum tugum milljarða. Sem betur fer voru ekki öll framlög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt Arion banka til um 50 milljarða sem horfur eru á að verði endurgreiddir að fullu á næstu mánuðum. Því vakna nú eðlilega spurningar um hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flestir virðast sammála um að fénu skuli varið til að greiða niður skuldir, en hvaða skuldir? Við skuldauppgjör er skuldum jafnan skipt í forgangskröfur (sem greiða skal fyrst) og almennar kröfur. Skuldin við þjóðvegina hefur leitt til þess að nýbyggingar vega hafa verið mög takmarkaðar frá hruni og viðhaldi ábótavant. Þetta er óviðunandi og þó enn verra fyrir mjög aukið álag á vegi landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Þessir ferðamenn eru í raun bjargvættir þjóðarinnar og meginskýring þess hve efnahagur þjóðarbúsins hefur batnað hratt. Ætla má að ástand þjóðveganna sé eitt alvarlegasta vandamálið varðandi þjónustu við ferðamenn og líklegast til að spilla orðspori okkar. Veigamikil rök hníga þannig að því að skuldin við þjóðvegina sé forgangskrafa sem greiða skuli á undan öðrum kröfum, sé svo ætti að nýta a.m.k. hluta þess fjár sem fæst við sölu Arion banka til sérstaks átaks í vegagerð óháð nýsamþykktum fjárlögum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þjóðvegir landsins eiga sér árhundraða sögu, þeir hafa verið byggðir upp og þeim við haldið af þegnunum samkvæmt lagafyrirmælum og svo er enn þótt þeir beri nú önnur skráningarnöfn. Þannig munu í lögum ákvæði um að hluti gjalda af bifreiðaeldsneyti, hluti þungskatta af bifreiðum og hluti innflutningsgjalda af bifreiðum skuli renna til uppbyggingar og viðhalds vega. Í upphafi þessarar aldar þ.e. til 2008 var uppbygging og viðhald vegakerfisins í viðunandi farvegi þótt vissulega væru ekki allir ánægðir. Við hrunið 2008 breyttist geta samfélagsins mjög til hins verra. Talið er að kostnaður ríkisins (þegnanna ) af hruninu hafi numið 500-700 milljörðum og þurfti víða að leita fanga til að mæta því. Óhjákvæmilegt reyndist þá að skera mjög niður framlög til uppbyggingar og viðhalds þjóðveganna þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum breyttist ekki. Því má með nokkrum rétti halda því fram að ríkið hafi fengið neyðarlán hjá þjóðvegunum á árabilinu 2009 til 2014. Ekki verður hér reynt að meta heildarupphæð lánsins en sé miðað við vegafé fyrir hrun og á fjárlögum ársins 2017 annars vegar, og vegafé 2009-2014 hins vegar, nemur upphæðin væntanlega einhverjum tugum milljarða. Sem betur fer voru ekki öll framlög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt Arion banka til um 50 milljarða sem horfur eru á að verði endurgreiddir að fullu á næstu mánuðum. Því vakna nú eðlilega spurningar um hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flestir virðast sammála um að fénu skuli varið til að greiða niður skuldir, en hvaða skuldir? Við skuldauppgjör er skuldum jafnan skipt í forgangskröfur (sem greiða skal fyrst) og almennar kröfur. Skuldin við þjóðvegina hefur leitt til þess að nýbyggingar vega hafa verið mög takmarkaðar frá hruni og viðhaldi ábótavant. Þetta er óviðunandi og þó enn verra fyrir mjög aukið álag á vegi landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Þessir ferðamenn eru í raun bjargvættir þjóðarinnar og meginskýring þess hve efnahagur þjóðarbúsins hefur batnað hratt. Ætla má að ástand þjóðveganna sé eitt alvarlegasta vandamálið varðandi þjónustu við ferðamenn og líklegast til að spilla orðspori okkar. Veigamikil rök hníga þannig að því að skuldin við þjóðvegina sé forgangskrafa sem greiða skuli á undan öðrum kröfum, sé svo ætti að nýta a.m.k. hluta þess fjár sem fæst við sölu Arion banka til sérstaks átaks í vegagerð óháð nýsamþykktum fjárlögum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun