Menntun fanga Gylfi Þorkelsson og Lóa Hrönn Harðardóttir skrifar 9. mars 2017 09:00 Líklega er óhætt að slá fram þeirri alhæfingu að nám í fangelsum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og möguleikum þeirra á að feta sig aftur inn í samfélagið. „Nám er besta betrunin“ er frasi sem oft er gripið til á tyllidögum – og margir hafa líka fyrir satt hversdagslega. Í skýrslu nefndar frá 2008, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og dóms- og menntamálaráðuneyta, um stefnumótun í menntunarmálum fanga, var þetta ein meginniðurstaðan. Og líklega eru flestir í okkar samfélagi sammála því að mikilvægast sé að í fangelsum fái einstaklingar tækifæri til að bæta sig en séu þar ekki eingöngu til að taka út refsingu. Ef samstaða er um þetta tvennt ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla skólahald og menntun í öllum fangelsum í landinu. Með því að nýta fangelsisvist til að byggja upp einstaklinga skv. „betrunarstefnu“ vinnst margt; fyrst og fremst auðvitað aukin lífsgæði fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í víðum skilningi en einnig lækkuð endurkomutíðni í fangelsi, að ekki sé talað um allan sparnaðinn sem kæmi sér vel nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar velferðarkerfið er í molum. Tiltölulega lítið viðbótarfjármagn til skólastarfs í fangelsum, til að tryggja aukið námsframboð, sérkennslu og námsráðgjöf, bætta aðstöðu, s.s. ýmsan tæknibúnað, húsnæði og nauðsynleg tæki til fjölbreytts verknáms, myndi til lengri tíma litið spara margfalt meira. Lögum samkvæmt eiga fangar rétt á því að stunda nám. Mikilvægt er að nemendur í fangelsum eigi þess kost að ljúka námi með starfsréttindum, hvort heldur er á skilgreindum brautum innan skólakerfisins eða hverju öðru námi sem í boði er. Einnig að nemendur í öllum fangelsum búi við sambærilegar aðstæður varðandi bókakost, námsgögn og tæknibúnað, m.a. til fjarnáms. Ýmsar ytri aðstæður eru ekki á valdi nemenda í fangelsum. Þeir eru fluttir milli vistunarúrræða, oft með mjög skömmum fyrirvara, og þá er mikil hætta á því að þráðurinn í námi slitni. Því er nauðsynlegt er að tryggja eins og kostur er samfellu og öryggi í námi og námsframboði. Þetta krefst samhæfingar og samstarfs allra sem að koma (Fangelsismálastofnunar, ráðuneyta, skóla, fagfólks, samtaka fanga) og sameiginlegrar stefnumörkunar.Bíðum enn eftir viðbrögðum Fyrir tveimur árum, þegar hilla fór undir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði yrði opnað, hófu undirrituð greiningu og hugmyndavinnu að stefnumótun í þessum málaflokki og hafa í framhaldinu sótt ráðstefnur, skrifað margt bréfið og setið margan fundinn, m.a. með skólastjórnendum, forstöðumönnum fangelsa og Fangelsismálastofnunar, ráðherra menntamála og fleirum, þar sem jafnan hefur í orði komið fram áhugi á málefninu og vilji til framþróunar. Fyrstu lotu þessarar vinnu lauk fyrir u.þ.b. ári síðan með formlegu erindi frá FSu og Fangelsismálastofnun til ráðuneyta mennta- og dómsmála, þar sem óskað var eftir skipun starfshóps með þátttöku ofantalinna aðila til að móta heildarstefnu í menntunarmálum fanga í ljósi breyttra aðstæðna með tilkomu nýs, væntanlegs fangelsis á Hólmsheiði. Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl – án þess þó að mótuð hafi verið stefna eða tekin ákvörðun á æðstu stöðum um framkvæmdina. Sannast sagna bíðum við enn eftir fyrstu viðbrögðum frá ráðuneytunum, og í framhaldinu, formlegum svörum við erindinu. En ekki var tilgangur þessara skrifa að kvarta yfir stjórnsýsluframkvæmd, heldur að vekja athygli á góðum málstað og verðugum. Óskandi væri að stjórnvöld og nýkjörið þing sýndu honum verðskuldaðan áhuga svo innan fárra missera mætti sjá umtalsverðar úrbætur í menntunarmálum fanga, samfélaginu öllu til heilla. Undirrituð, „starfsmenn á plani“, hafa ýmsar nýtilegar hugmyndir og eru bæði reiðubúin til skrafs og ráðagerða og að taka til hendinni hvenær sem er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Líklega er óhætt að slá fram þeirri alhæfingu að nám í fangelsum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og möguleikum þeirra á að feta sig aftur inn í samfélagið. „Nám er besta betrunin“ er frasi sem oft er gripið til á tyllidögum – og margir hafa líka fyrir satt hversdagslega. Í skýrslu nefndar frá 2008, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og dóms- og menntamálaráðuneyta, um stefnumótun í menntunarmálum fanga, var þetta ein meginniðurstaðan. Og líklega eru flestir í okkar samfélagi sammála því að mikilvægast sé að í fangelsum fái einstaklingar tækifæri til að bæta sig en séu þar ekki eingöngu til að taka út refsingu. Ef samstaða er um þetta tvennt ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla skólahald og menntun í öllum fangelsum í landinu. Með því að nýta fangelsisvist til að byggja upp einstaklinga skv. „betrunarstefnu“ vinnst margt; fyrst og fremst auðvitað aukin lífsgæði fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í víðum skilningi en einnig lækkuð endurkomutíðni í fangelsi, að ekki sé talað um allan sparnaðinn sem kæmi sér vel nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar velferðarkerfið er í molum. Tiltölulega lítið viðbótarfjármagn til skólastarfs í fangelsum, til að tryggja aukið námsframboð, sérkennslu og námsráðgjöf, bætta aðstöðu, s.s. ýmsan tæknibúnað, húsnæði og nauðsynleg tæki til fjölbreytts verknáms, myndi til lengri tíma litið spara margfalt meira. Lögum samkvæmt eiga fangar rétt á því að stunda nám. Mikilvægt er að nemendur í fangelsum eigi þess kost að ljúka námi með starfsréttindum, hvort heldur er á skilgreindum brautum innan skólakerfisins eða hverju öðru námi sem í boði er. Einnig að nemendur í öllum fangelsum búi við sambærilegar aðstæður varðandi bókakost, námsgögn og tæknibúnað, m.a. til fjarnáms. Ýmsar ytri aðstæður eru ekki á valdi nemenda í fangelsum. Þeir eru fluttir milli vistunarúrræða, oft með mjög skömmum fyrirvara, og þá er mikil hætta á því að þráðurinn í námi slitni. Því er nauðsynlegt er að tryggja eins og kostur er samfellu og öryggi í námi og námsframboði. Þetta krefst samhæfingar og samstarfs allra sem að koma (Fangelsismálastofnunar, ráðuneyta, skóla, fagfólks, samtaka fanga) og sameiginlegrar stefnumörkunar.Bíðum enn eftir viðbrögðum Fyrir tveimur árum, þegar hilla fór undir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði yrði opnað, hófu undirrituð greiningu og hugmyndavinnu að stefnumótun í þessum málaflokki og hafa í framhaldinu sótt ráðstefnur, skrifað margt bréfið og setið margan fundinn, m.a. með skólastjórnendum, forstöðumönnum fangelsa og Fangelsismálastofnunar, ráðherra menntamála og fleirum, þar sem jafnan hefur í orði komið fram áhugi á málefninu og vilji til framþróunar. Fyrstu lotu þessarar vinnu lauk fyrir u.þ.b. ári síðan með formlegu erindi frá FSu og Fangelsismálastofnun til ráðuneyta mennta- og dómsmála, þar sem óskað var eftir skipun starfshóps með þátttöku ofantalinna aðila til að móta heildarstefnu í menntunarmálum fanga í ljósi breyttra aðstæðna með tilkomu nýs, væntanlegs fangelsis á Hólmsheiði. Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl – án þess þó að mótuð hafi verið stefna eða tekin ákvörðun á æðstu stöðum um framkvæmdina. Sannast sagna bíðum við enn eftir fyrstu viðbrögðum frá ráðuneytunum, og í framhaldinu, formlegum svörum við erindinu. En ekki var tilgangur þessara skrifa að kvarta yfir stjórnsýsluframkvæmd, heldur að vekja athygli á góðum málstað og verðugum. Óskandi væri að stjórnvöld og nýkjörið þing sýndu honum verðskuldaðan áhuga svo innan fárra missera mætti sjá umtalsverðar úrbætur í menntunarmálum fanga, samfélaginu öllu til heilla. Undirrituð, „starfsmenn á plani“, hafa ýmsar nýtilegar hugmyndir og eru bæði reiðubúin til skrafs og ráðagerða og að taka til hendinni hvenær sem er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun