Menntun fanga Gylfi Þorkelsson og Lóa Hrönn Harðardóttir skrifar 9. mars 2017 09:00 Líklega er óhætt að slá fram þeirri alhæfingu að nám í fangelsum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og möguleikum þeirra á að feta sig aftur inn í samfélagið. „Nám er besta betrunin“ er frasi sem oft er gripið til á tyllidögum – og margir hafa líka fyrir satt hversdagslega. Í skýrslu nefndar frá 2008, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og dóms- og menntamálaráðuneyta, um stefnumótun í menntunarmálum fanga, var þetta ein meginniðurstaðan. Og líklega eru flestir í okkar samfélagi sammála því að mikilvægast sé að í fangelsum fái einstaklingar tækifæri til að bæta sig en séu þar ekki eingöngu til að taka út refsingu. Ef samstaða er um þetta tvennt ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla skólahald og menntun í öllum fangelsum í landinu. Með því að nýta fangelsisvist til að byggja upp einstaklinga skv. „betrunarstefnu“ vinnst margt; fyrst og fremst auðvitað aukin lífsgæði fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í víðum skilningi en einnig lækkuð endurkomutíðni í fangelsi, að ekki sé talað um allan sparnaðinn sem kæmi sér vel nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar velferðarkerfið er í molum. Tiltölulega lítið viðbótarfjármagn til skólastarfs í fangelsum, til að tryggja aukið námsframboð, sérkennslu og námsráðgjöf, bætta aðstöðu, s.s. ýmsan tæknibúnað, húsnæði og nauðsynleg tæki til fjölbreytts verknáms, myndi til lengri tíma litið spara margfalt meira. Lögum samkvæmt eiga fangar rétt á því að stunda nám. Mikilvægt er að nemendur í fangelsum eigi þess kost að ljúka námi með starfsréttindum, hvort heldur er á skilgreindum brautum innan skólakerfisins eða hverju öðru námi sem í boði er. Einnig að nemendur í öllum fangelsum búi við sambærilegar aðstæður varðandi bókakost, námsgögn og tæknibúnað, m.a. til fjarnáms. Ýmsar ytri aðstæður eru ekki á valdi nemenda í fangelsum. Þeir eru fluttir milli vistunarúrræða, oft með mjög skömmum fyrirvara, og þá er mikil hætta á því að þráðurinn í námi slitni. Því er nauðsynlegt er að tryggja eins og kostur er samfellu og öryggi í námi og námsframboði. Þetta krefst samhæfingar og samstarfs allra sem að koma (Fangelsismálastofnunar, ráðuneyta, skóla, fagfólks, samtaka fanga) og sameiginlegrar stefnumörkunar.Bíðum enn eftir viðbrögðum Fyrir tveimur árum, þegar hilla fór undir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði yrði opnað, hófu undirrituð greiningu og hugmyndavinnu að stefnumótun í þessum málaflokki og hafa í framhaldinu sótt ráðstefnur, skrifað margt bréfið og setið margan fundinn, m.a. með skólastjórnendum, forstöðumönnum fangelsa og Fangelsismálastofnunar, ráðherra menntamála og fleirum, þar sem jafnan hefur í orði komið fram áhugi á málefninu og vilji til framþróunar. Fyrstu lotu þessarar vinnu lauk fyrir u.þ.b. ári síðan með formlegu erindi frá FSu og Fangelsismálastofnun til ráðuneyta mennta- og dómsmála, þar sem óskað var eftir skipun starfshóps með þátttöku ofantalinna aðila til að móta heildarstefnu í menntunarmálum fanga í ljósi breyttra aðstæðna með tilkomu nýs, væntanlegs fangelsis á Hólmsheiði. Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl – án þess þó að mótuð hafi verið stefna eða tekin ákvörðun á æðstu stöðum um framkvæmdina. Sannast sagna bíðum við enn eftir fyrstu viðbrögðum frá ráðuneytunum, og í framhaldinu, formlegum svörum við erindinu. En ekki var tilgangur þessara skrifa að kvarta yfir stjórnsýsluframkvæmd, heldur að vekja athygli á góðum málstað og verðugum. Óskandi væri að stjórnvöld og nýkjörið þing sýndu honum verðskuldaðan áhuga svo innan fárra missera mætti sjá umtalsverðar úrbætur í menntunarmálum fanga, samfélaginu öllu til heilla. Undirrituð, „starfsmenn á plani“, hafa ýmsar nýtilegar hugmyndir og eru bæði reiðubúin til skrafs og ráðagerða og að taka til hendinni hvenær sem er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Líklega er óhætt að slá fram þeirri alhæfingu að nám í fangelsum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og möguleikum þeirra á að feta sig aftur inn í samfélagið. „Nám er besta betrunin“ er frasi sem oft er gripið til á tyllidögum – og margir hafa líka fyrir satt hversdagslega. Í skýrslu nefndar frá 2008, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og dóms- og menntamálaráðuneyta, um stefnumótun í menntunarmálum fanga, var þetta ein meginniðurstaðan. Og líklega eru flestir í okkar samfélagi sammála því að mikilvægast sé að í fangelsum fái einstaklingar tækifæri til að bæta sig en séu þar ekki eingöngu til að taka út refsingu. Ef samstaða er um þetta tvennt ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla skólahald og menntun í öllum fangelsum í landinu. Með því að nýta fangelsisvist til að byggja upp einstaklinga skv. „betrunarstefnu“ vinnst margt; fyrst og fremst auðvitað aukin lífsgæði fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í víðum skilningi en einnig lækkuð endurkomutíðni í fangelsi, að ekki sé talað um allan sparnaðinn sem kæmi sér vel nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar velferðarkerfið er í molum. Tiltölulega lítið viðbótarfjármagn til skólastarfs í fangelsum, til að tryggja aukið námsframboð, sérkennslu og námsráðgjöf, bætta aðstöðu, s.s. ýmsan tæknibúnað, húsnæði og nauðsynleg tæki til fjölbreytts verknáms, myndi til lengri tíma litið spara margfalt meira. Lögum samkvæmt eiga fangar rétt á því að stunda nám. Mikilvægt er að nemendur í fangelsum eigi þess kost að ljúka námi með starfsréttindum, hvort heldur er á skilgreindum brautum innan skólakerfisins eða hverju öðru námi sem í boði er. Einnig að nemendur í öllum fangelsum búi við sambærilegar aðstæður varðandi bókakost, námsgögn og tæknibúnað, m.a. til fjarnáms. Ýmsar ytri aðstæður eru ekki á valdi nemenda í fangelsum. Þeir eru fluttir milli vistunarúrræða, oft með mjög skömmum fyrirvara, og þá er mikil hætta á því að þráðurinn í námi slitni. Því er nauðsynlegt er að tryggja eins og kostur er samfellu og öryggi í námi og námsframboði. Þetta krefst samhæfingar og samstarfs allra sem að koma (Fangelsismálastofnunar, ráðuneyta, skóla, fagfólks, samtaka fanga) og sameiginlegrar stefnumörkunar.Bíðum enn eftir viðbrögðum Fyrir tveimur árum, þegar hilla fór undir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði yrði opnað, hófu undirrituð greiningu og hugmyndavinnu að stefnumótun í þessum málaflokki og hafa í framhaldinu sótt ráðstefnur, skrifað margt bréfið og setið margan fundinn, m.a. með skólastjórnendum, forstöðumönnum fangelsa og Fangelsismálastofnunar, ráðherra menntamála og fleirum, þar sem jafnan hefur í orði komið fram áhugi á málefninu og vilji til framþróunar. Fyrstu lotu þessarar vinnu lauk fyrir u.þ.b. ári síðan með formlegu erindi frá FSu og Fangelsismálastofnun til ráðuneyta mennta- og dómsmála, þar sem óskað var eftir skipun starfshóps með þátttöku ofantalinna aðila til að móta heildarstefnu í menntunarmálum fanga í ljósi breyttra aðstæðna með tilkomu nýs, væntanlegs fangelsis á Hólmsheiði. Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl – án þess þó að mótuð hafi verið stefna eða tekin ákvörðun á æðstu stöðum um framkvæmdina. Sannast sagna bíðum við enn eftir fyrstu viðbrögðum frá ráðuneytunum, og í framhaldinu, formlegum svörum við erindinu. En ekki var tilgangur þessara skrifa að kvarta yfir stjórnsýsluframkvæmd, heldur að vekja athygli á góðum málstað og verðugum. Óskandi væri að stjórnvöld og nýkjörið þing sýndu honum verðskuldaðan áhuga svo innan fárra missera mætti sjá umtalsverðar úrbætur í menntunarmálum fanga, samfélaginu öllu til heilla. Undirrituð, „starfsmenn á plani“, hafa ýmsar nýtilegar hugmyndir og eru bæði reiðubúin til skrafs og ráðagerða og að taka til hendinni hvenær sem er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar