Viðskipti innlent

Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kynningarfundur um skipulag og uppbyggingu Ártúnshöfða og Elliðaárvogs verður haldinn klukkan 17 á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur og er fundurinn opinn öllum.
Kynningarfundur um skipulag og uppbyggingu Ártúnshöfða og Elliðaárvogs verður haldinn klukkan 17 á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur og er fundurinn opinn öllum. mynd/reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600 talsins.
 
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en kynningarfundur um skipulag og uppbyggingu Ártúnshöfða og Elliðaárvogs verður haldinn klukkan 17 á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur og er fundurinn opinn öllum.

Á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Birni Guðbrandssyni hjá Arkís að uppbygging þessa hverfis „búi yfir fjölmörgum eiginleikum vistvænnar byggðar, enda hafi áherslur í hönnun verið að skapa vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi.  Rammaskipulag fyrir svæðið var unnið í samstarfi Arkís, Landslags og Verkís.

„Að stærstum hluta er um að ræða land sem þegar hefur verið raskað; athafnasvæði sem gengur í gegnum endurnýjun og umbreytist í blandaða byggð,“ segir Björn, en hann er meðal þeirra sem segja frá hverfinu á kynningarfundinum á morgun.  Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að skapa hverfi sem er þétt og fjölbreytt, bjóði upp á þjónustu og atvinnumöguleika innan hverfis og er tengt hágæða almenningssamgöngukerfi.  Uppbyggingin mun tengjast nýrri borgarlínu á samgönguás frá vestri til austurs.

Björn segir að hverfið njóti einstakra umhverfisgæða og tenginga við útivistarstíga.  Ennfremur gerir skipulagið ráð fyrir fjölbreyttum borgarrýmum og útivistarsvæðum sem eru tengd neti göngu- og hjólastíga.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.