Jarðgeranlegar umbúðir, bylting fyrir náttúruna Karl. F. Thorarensen skrifar 25. febrúar 2017 10:33 Í dag fer mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum á höfuðborgarsvæðinu í endurvinnslufarveg. Hluti af plastúrgangi sem fellur til á heimilum eru einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýna að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Við hjá Odda ætlum að leggja okkar af mörkum til að breyta þessu með því að bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á jarðgeranlegar umbúðir sem eru jákvæðar gagnvart umhverfinu, eru framleiddar úr náttúrulegum jurtaefnum og brotna því hratt og vel niður við góð skilyrði líkt og annar lífrænn úrgangur. Jarðgeranlegt þýðir að þegar umbúðirnar brotna niður verða þær aftur að mold, þær jarðgerast og verða hluti af umhverfinu í eðlilegri hringrás náttúrunnar. Jarðgeranlegu PLA umbúðirnar eru nýjung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu eins og grænmeti, fisk og kjöt. Hér skiptir kolefnissporið einnig miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60% minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag.Hvers vegna jarðgeranlegar umbúðir? Við búum í samfélagi sem notar gríðarmikið af umbúðum. Góðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutninga og afhendingu á vörum. Þær veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist eins fersk og hægt er í hendur neytenda. Þar sem við nýtum mikið af umbúðum verðum við að gera það á eins ábyrgan hátt og okkur er unnt. Góðar umbúðir verður að hanna á ábyrgan hátt og ætíð verður að vinna markvisst að því að lágmarka sóun og neikvæð umhverfisáhrif þeirra. Jarðgeranlegar PLA umbúðir uppfylla þessi markmið mun betur en aðrar einnota umbúðir sem nýttar eru í dag. Þær eru framleiddar úr jurtasterkju og brotna því eðlilega niður í náttúrunni og nýtast þar á ný. Munurinn er eftirtektarverður þar sem jarðgeranlegar umbúðir eyðast á nokkrum mánuðum við réttar náttúrulegar aðstæður. PLA umbúðir eiga ekki samleið með plasti eða plastumbúðum í endurvinnslu frekar en aðrar umbúðir úr sterkju, svo sem „maíspokar“. Á næsta ári ráðgerir SORPA að opna gas- og jarðgerðarstöð þar sem allur úrgangur frá heimilum á samlagssvæði SORPU verður unninn. Fjöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni flokka nú þegar lífrænt sorp og leggja áherslu á jarðgerð í úrvinnslu á lífrænum úrgangi, en PLA umbúðir mega fara í þann farveg. Samspil þessara tveggja þátta, umbúðanna og úrvinnslu, þýðir að neytendur geta með góðri samvisku safnað jarðgeranlegum einnota umbúðum með matarafgöngum og lífrænu sorpi, hvort sem er í moltugerð eða urðun. Þannig leysa jarðgeranlegar umbúðir sem verða náttúrulega að moltu og áburði af hólmi umbúðir úr plastefnum. Möguleikarnir á betri umgengni um náttúruna og minni sóun og mengun af völdum umbúða eru því gríðarlegir ef við breytum nýtingu okkar á einnota umbúðum almennt frá plasti yfir í jarðgeranlegar umbúðir. Því er svo við að bæta að vörurnar eru framleiddar úr sykur- og maíssterkju sem fellur til sem hliðarafurð við matvælaframleiðsluna og framleiðsla þeirra hefur því engin neikvæð áhrif á landnýtingu eða matvælavinnslu að öðru leyti.Sýnum ábyrgð gagnvart náttúrunni Hjá Odda teljum við skyldu okkar að horfa til umhverfisþátta og áhrifa á náttúru og loftslag þegar við tökum ákvarðanir um það hvernig vöru við framleiðum og bjóðum neytendum og viðskiptavinum okkar. Við nálgumst öll viðfangsefni með því hugarfari að gera eins vel og mögulegt er gagnvart umhverfinu. Við höfum framleitt umbúðir á Íslandi í yfir 80 ár og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á bestu og umhverfisvænustu umbúðalausnir sem í boði eru. Með því að kynna jarðgeranlegar PLA umbúðir inn á íslenskan markað viljum við bjóða íslenskum neytendum, fyrirtækjum og framleiðendum að taka þátt í því með okkur að auka umhverfisvitund og minnka sóun og umhverfismengun sem fylgir þeim einnota umbúðum sem eru yfirgnæfandi nýttar í dag. Fjölnota umbúðir draga augljóslega úr sóun og rétt að hvetja til þess að þær séu nýttar þar sem það er hægt. Þar sem það hentar ekki eru jarðgeranlegar sterkjuumbúðir skynsamlegasti og umhverfisvænasti kosturinn. Það er sameiginlegur hagur okkar að sýna ábyrgð og framsýni gagnvart náttúrunni. Hvert lítið skref eykur líkurnar á því að við getum ánægð skilað heimkynnum okkar í hendur næstu kynslóðar. Karl. F. Thorarensen, vörumerkjastjóri hjá Odda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag fer mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum á höfuðborgarsvæðinu í endurvinnslufarveg. Hluti af plastúrgangi sem fellur til á heimilum eru einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýna að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Við hjá Odda ætlum að leggja okkar af mörkum til að breyta þessu með því að bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á jarðgeranlegar umbúðir sem eru jákvæðar gagnvart umhverfinu, eru framleiddar úr náttúrulegum jurtaefnum og brotna því hratt og vel niður við góð skilyrði líkt og annar lífrænn úrgangur. Jarðgeranlegt þýðir að þegar umbúðirnar brotna niður verða þær aftur að mold, þær jarðgerast og verða hluti af umhverfinu í eðlilegri hringrás náttúrunnar. Jarðgeranlegu PLA umbúðirnar eru nýjung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu eins og grænmeti, fisk og kjöt. Hér skiptir kolefnissporið einnig miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60% minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag.Hvers vegna jarðgeranlegar umbúðir? Við búum í samfélagi sem notar gríðarmikið af umbúðum. Góðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutninga og afhendingu á vörum. Þær veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist eins fersk og hægt er í hendur neytenda. Þar sem við nýtum mikið af umbúðum verðum við að gera það á eins ábyrgan hátt og okkur er unnt. Góðar umbúðir verður að hanna á ábyrgan hátt og ætíð verður að vinna markvisst að því að lágmarka sóun og neikvæð umhverfisáhrif þeirra. Jarðgeranlegar PLA umbúðir uppfylla þessi markmið mun betur en aðrar einnota umbúðir sem nýttar eru í dag. Þær eru framleiddar úr jurtasterkju og brotna því eðlilega niður í náttúrunni og nýtast þar á ný. Munurinn er eftirtektarverður þar sem jarðgeranlegar umbúðir eyðast á nokkrum mánuðum við réttar náttúrulegar aðstæður. PLA umbúðir eiga ekki samleið með plasti eða plastumbúðum í endurvinnslu frekar en aðrar umbúðir úr sterkju, svo sem „maíspokar“. Á næsta ári ráðgerir SORPA að opna gas- og jarðgerðarstöð þar sem allur úrgangur frá heimilum á samlagssvæði SORPU verður unninn. Fjöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni flokka nú þegar lífrænt sorp og leggja áherslu á jarðgerð í úrvinnslu á lífrænum úrgangi, en PLA umbúðir mega fara í þann farveg. Samspil þessara tveggja þátta, umbúðanna og úrvinnslu, þýðir að neytendur geta með góðri samvisku safnað jarðgeranlegum einnota umbúðum með matarafgöngum og lífrænu sorpi, hvort sem er í moltugerð eða urðun. Þannig leysa jarðgeranlegar umbúðir sem verða náttúrulega að moltu og áburði af hólmi umbúðir úr plastefnum. Möguleikarnir á betri umgengni um náttúruna og minni sóun og mengun af völdum umbúða eru því gríðarlegir ef við breytum nýtingu okkar á einnota umbúðum almennt frá plasti yfir í jarðgeranlegar umbúðir. Því er svo við að bæta að vörurnar eru framleiddar úr sykur- og maíssterkju sem fellur til sem hliðarafurð við matvælaframleiðsluna og framleiðsla þeirra hefur því engin neikvæð áhrif á landnýtingu eða matvælavinnslu að öðru leyti.Sýnum ábyrgð gagnvart náttúrunni Hjá Odda teljum við skyldu okkar að horfa til umhverfisþátta og áhrifa á náttúru og loftslag þegar við tökum ákvarðanir um það hvernig vöru við framleiðum og bjóðum neytendum og viðskiptavinum okkar. Við nálgumst öll viðfangsefni með því hugarfari að gera eins vel og mögulegt er gagnvart umhverfinu. Við höfum framleitt umbúðir á Íslandi í yfir 80 ár og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á bestu og umhverfisvænustu umbúðalausnir sem í boði eru. Með því að kynna jarðgeranlegar PLA umbúðir inn á íslenskan markað viljum við bjóða íslenskum neytendum, fyrirtækjum og framleiðendum að taka þátt í því með okkur að auka umhverfisvitund og minnka sóun og umhverfismengun sem fylgir þeim einnota umbúðum sem eru yfirgnæfandi nýttar í dag. Fjölnota umbúðir draga augljóslega úr sóun og rétt að hvetja til þess að þær séu nýttar þar sem það er hægt. Þar sem það hentar ekki eru jarðgeranlegar sterkjuumbúðir skynsamlegasti og umhverfisvænasti kosturinn. Það er sameiginlegur hagur okkar að sýna ábyrgð og framsýni gagnvart náttúrunni. Hvert lítið skref eykur líkurnar á því að við getum ánægð skilað heimkynnum okkar í hendur næstu kynslóðar. Karl. F. Thorarensen, vörumerkjastjóri hjá Odda
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar