Tónlistarborgin Reykjavík Melkorka Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Á síðasta ári var settur saman starfshópur um tónlistarborgina Reykjavík. Hlutverk hópsins er að móta tillögur um undirbúning og fyrirkomulag. Slíkan stimpil hafa ýmsar vestrænar borgir, t.d. Toronto og Seattle, og hefur eflaust ýmis jákvæð áhrif, ekki síst á ímynd og markaðssetningu. Í ljósi þess hversu glæsilegir sendiherrar Íslands tónlistarmenn ýmissa greina eru og tónlistarlíf Íslendinga blómlegt virðist slíkur stimpill eiga vel við. En að ýmsu er að huga. Fyrir tæpum sex árum reis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Eins og almenningur veit var byggingin umdeild en húsið og starfsemi þess hefur þegar fullsannað gildi sitt. Þó er rekstrarumhverfi Hörpu ótækt og kristallast í dómsmáli vegna sligandi fasteignagjalda sem Harpa hefur þurft að reka gegn eigendum sínum, ríki og borg. Nýverið vann Harpa, með Halldór Guðmundsson forstjóra í brúnni, málið fyrir Hæstarétti og fasteignamat þjóðskrár var dæmt ógilt. Ekki gafst mikill tími til að fagna því stofnaður var nýr flokkur í fasteignamati, fyrir tónlistar-og ráðstefnuhús sérstaklega, og nærri jafn há gjöld lögð á Hörpu og þau sem málið var upphaflega höfðað út af. Framundan er sambærileg hringavitleysa frammi fyrir dómsvöldum. Fasteignagjöld Hörpu hafa legið eins og hlemmur á rekstri og starfsemi hússins og takmarkað aðgengi ýmissa tegunda tónlistar vegna þess hversu dýr leigan á sölum Hörpu hefur þurft að vera. Samtímis hafa framlög til tónlistarsjóða minnkað. Tónlistarhópar og hátíðir standa frammi fyrir því að megnið af fjármunum sem þeim tekst að tína til fer í kostnað við tónleikahaldið og fáir geta greitt sér mannsæmandi laun, sjái þeir sér á annað borð fært að halda tónleika í tónlistarhúsi landsmanna. Undirrituð fagnar innilega fyrirætlunum Reykjavíkurborgar um tónlistarborg. En slíkar hugmyndir verða lítið annað en sýndarmennska nema þeirri þróun sem verið hefur í umhverfi tónlistar síðustu ár sé snarlega snúið við. Það þarf að stemma stigu við niðurskurðarherferðinni gagnvart tónlistarskólum og tónlistarsjóðum. Og það þarf að leysa þann óskiljanlega hnút sem deilan um fasteignagjöld Hörpu hefur verið. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið stolt tónlistarborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var settur saman starfshópur um tónlistarborgina Reykjavík. Hlutverk hópsins er að móta tillögur um undirbúning og fyrirkomulag. Slíkan stimpil hafa ýmsar vestrænar borgir, t.d. Toronto og Seattle, og hefur eflaust ýmis jákvæð áhrif, ekki síst á ímynd og markaðssetningu. Í ljósi þess hversu glæsilegir sendiherrar Íslands tónlistarmenn ýmissa greina eru og tónlistarlíf Íslendinga blómlegt virðist slíkur stimpill eiga vel við. En að ýmsu er að huga. Fyrir tæpum sex árum reis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Eins og almenningur veit var byggingin umdeild en húsið og starfsemi þess hefur þegar fullsannað gildi sitt. Þó er rekstrarumhverfi Hörpu ótækt og kristallast í dómsmáli vegna sligandi fasteignagjalda sem Harpa hefur þurft að reka gegn eigendum sínum, ríki og borg. Nýverið vann Harpa, með Halldór Guðmundsson forstjóra í brúnni, málið fyrir Hæstarétti og fasteignamat þjóðskrár var dæmt ógilt. Ekki gafst mikill tími til að fagna því stofnaður var nýr flokkur í fasteignamati, fyrir tónlistar-og ráðstefnuhús sérstaklega, og nærri jafn há gjöld lögð á Hörpu og þau sem málið var upphaflega höfðað út af. Framundan er sambærileg hringavitleysa frammi fyrir dómsvöldum. Fasteignagjöld Hörpu hafa legið eins og hlemmur á rekstri og starfsemi hússins og takmarkað aðgengi ýmissa tegunda tónlistar vegna þess hversu dýr leigan á sölum Hörpu hefur þurft að vera. Samtímis hafa framlög til tónlistarsjóða minnkað. Tónlistarhópar og hátíðir standa frammi fyrir því að megnið af fjármunum sem þeim tekst að tína til fer í kostnað við tónleikahaldið og fáir geta greitt sér mannsæmandi laun, sjái þeir sér á annað borð fært að halda tónleika í tónlistarhúsi landsmanna. Undirrituð fagnar innilega fyrirætlunum Reykjavíkurborgar um tónlistarborg. En slíkar hugmyndir verða lítið annað en sýndarmennska nema þeirri þróun sem verið hefur í umhverfi tónlistar síðustu ár sé snarlega snúið við. Það þarf að stemma stigu við niðurskurðarherferðinni gagnvart tónlistarskólum og tónlistarsjóðum. Og það þarf að leysa þann óskiljanlega hnút sem deilan um fasteignagjöld Hörpu hefur verið. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið stolt tónlistarborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar