Áfengisfrumvarpið - blekkingarleikur? Róbert H. Haraldsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar