Áfengisfrumvarpið - blekkingarleikur? Róbert H. Haraldsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun