Spilar í gamla skóla Curry en heldur mest upp á Allen Iverson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 09:15 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Davidson-háskólaliðinu og er einn af lykilmönnum liðsins sem er athygliverður árangur fyrir nýliða. Graham Hooten, herbergisfélagi Jóns Axels á heimavistinni í Davidson, er ánægður með íslenska körfuboltastrákinn og hann skrifaði fróðlega grein á A10Talk síðuna sem fjallar um Atlantic 10 körfuboltadeildina. Hann gerir sér von um að Jón Axel komist í úrvalslið ársins hjá nýliðum í Atlantic 10 deildinni sem væri mikill heiður fyrir íslenska bakvörðinn úr Grindavík. Jón Axel er að fá að spila yfir 30 mínútur í leik og hann er með 8,1 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Hooten skrifar um það að þjálfarinn Bob McKillop hafi verið sá eini sem var tilbúinn að veðja á Grindvíkinginn og að hann sjái ekki eftir því í dag. Miðað við spilatímann hjá Jóni Axel á fyrsta ári fer ekkert á milli mála að McKillop sér Jón Axel fyrir sér sem lykilmann öll fjögur árin. Það koma einnig fram allskyns upplýsingar um Jón Axel í greininni þar á meðalt að „The Bachelor“ sér einn uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans og að Allen Iverson sé uppáhalds NBA-leikmaðurinn hans. Þar kemur líka fram að hann haldi mikið upp á McDonalds og íslenska lakkrísinn. Jón Axel heldur því meira upp á Allen Iverson en Stephen Curry sem hefur verið kosinn besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil og lék með Davidson-háskólaliðinu á árum áður. Það er reyndar alls ekkert slæmt að halda upp á Iverson enda frábær leikmaður sem gat allt sitt inn á vellinum sem er ekki slæmur kostur hjá körfuboltamanni. Það eina sem má finna að greininni er að þar kemur fram að Jón Axel er að monta sig af hraðakstri á milli Grindavíkur og Reykjavíkur. Hann segist vera fimmtán mínútur að keyra rúma fimmtíu kílómetra sem þýðir meðalhraða langt yfir leyfilegan ökuhraða. Graham Hooten er mjög ánægður með herbergisfélagann sinn en fyrir þá sem vilja lesa alla greinina um Jón Axel þá er hlekkur á hana hér.Check out my feature on @Jaxelinn; my roommate and one of the top freshmen in the Atlantic 10! #CatsAreWild https://t.co/NPTrCaDw3Q— Graham Hooten (@grahamhooten) February 14, 2017 Körfubolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Davidson-háskólaliðinu og er einn af lykilmönnum liðsins sem er athygliverður árangur fyrir nýliða. Graham Hooten, herbergisfélagi Jóns Axels á heimavistinni í Davidson, er ánægður með íslenska körfuboltastrákinn og hann skrifaði fróðlega grein á A10Talk síðuna sem fjallar um Atlantic 10 körfuboltadeildina. Hann gerir sér von um að Jón Axel komist í úrvalslið ársins hjá nýliðum í Atlantic 10 deildinni sem væri mikill heiður fyrir íslenska bakvörðinn úr Grindavík. Jón Axel er að fá að spila yfir 30 mínútur í leik og hann er með 8,1 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Hooten skrifar um það að þjálfarinn Bob McKillop hafi verið sá eini sem var tilbúinn að veðja á Grindvíkinginn og að hann sjái ekki eftir því í dag. Miðað við spilatímann hjá Jóni Axel á fyrsta ári fer ekkert á milli mála að McKillop sér Jón Axel fyrir sér sem lykilmann öll fjögur árin. Það koma einnig fram allskyns upplýsingar um Jón Axel í greininni þar á meðalt að „The Bachelor“ sér einn uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans og að Allen Iverson sé uppáhalds NBA-leikmaðurinn hans. Þar kemur líka fram að hann haldi mikið upp á McDonalds og íslenska lakkrísinn. Jón Axel heldur því meira upp á Allen Iverson en Stephen Curry sem hefur verið kosinn besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil og lék með Davidson-háskólaliðinu á árum áður. Það er reyndar alls ekkert slæmt að halda upp á Iverson enda frábær leikmaður sem gat allt sitt inn á vellinum sem er ekki slæmur kostur hjá körfuboltamanni. Það eina sem má finna að greininni er að þar kemur fram að Jón Axel er að monta sig af hraðakstri á milli Grindavíkur og Reykjavíkur. Hann segist vera fimmtán mínútur að keyra rúma fimmtíu kílómetra sem þýðir meðalhraða langt yfir leyfilegan ökuhraða. Graham Hooten er mjög ánægður með herbergisfélagann sinn en fyrir þá sem vilja lesa alla greinina um Jón Axel þá er hlekkur á hana hér.Check out my feature on @Jaxelinn; my roommate and one of the top freshmen in the Atlantic 10! #CatsAreWild https://t.co/NPTrCaDw3Q— Graham Hooten (@grahamhooten) February 14, 2017
Körfubolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira