Endurreisn heilbrigðiskerfisins – án hjúkrunarfræðinga? Helga Jónsdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun