Endurreisn heilbrigðiskerfisins – án hjúkrunarfræðinga? Helga Jónsdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar