Tölum um dauðann Sigrún Óskarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. – Páll J. Árdal Dauðinn er í senn framandi en samt svo nálægur. Það ætti að vera eðlilegt að ræða um dauðann. Ýmislegt hefur verið gert undanfarin misseri til þess að setja dauðann á dagskrá í umræðunni. Dæmi um þetta eru t.d. fróðlegir útvarpsþættir Ævars Kjartanssonar og K. Huldu Guðmundsdóttur í fyrra á Rás 1, opinskáar færslur (á samfélagsmiðlum) og loks bókin Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Einnig má nefna svokallað dauðakaffi þar sem fólk hittist á kaffihúsi yfir opnum og frjálsum umræðum. Þá hefur Facebook-hópur verið stofnaður til þess að halda utan um áhugasama. Málefnið er undirritaðri hugleikið eftir meira en tveggja áratuga prestsþjónustu og verandi nú í starfi hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Á undanförnum vikum hefur okkar litla samfélag verið upptekið af dauðanum. Ekki síst af ótímabærum og óásættanlegum dauða ungs fólks. Ungt fólk í neyslu, hvarf ungrar konu sem var rænd lífinu á hræðilegan hátt og slys sem ekki gerðu boð á undan sér. Við erum sorgmædd og slegin. Flestir eru sammála um að á slíkum stundum sýnum við okkar bestu hliðar sem þjóð. Við látum okkur annt hvert um annað. Dauðann ber að með ýmsum hætti og við þurfum að vanda okkur þegar hann er til umræðu. Það þýðir þó ekki að við eigum að forðast umræðuna, heldur þvert á móti. Það er áhugavert og gefandi að taka þátt í þróun útfararþjónustu. Þar, eins og víða, er gott að leita fanga hjá nágrannaþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. Sú nýbreytni er að ryðja sér til rúms að bjóða fólki upp á þann möguleika að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina „hinsti vilji“. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt. En flestum þykir gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina, hvernig þau hefðu séð fyrir sér kveðjustundina. Grundvallaratriði eins og það hvort óskað er eftir bálför eða hefðbundinni kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið og því er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlátið. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk kýs að hvíla en mörg dæmi eru um að látnir séu fluttir á milli landshluta og jafnvel landa til hinsta hvílustaðar.Vaxandi krafa um fagmennskuÍ hraða nútímans er vaxandi krafa um fagmennsku og aukna þjónustu og þar er útfararþjónusta sannarlega ekki undanskilin. Leitast er við að svara þeim kröfum ekki síst með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og nærgætni. Þjónustan er viðkvæm og mikilvæg. Þau sem hafa valið að helga líf sitt þjónustu við fólk sem er að kveðja sína nánustu gera það undantekningalítið af alúð og natni. Um það vitna mörg þeirra sem þegið hafa þjónustuna. Við hljótum að gera auknar kröfur um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum þar sem kallað er eftir kunnáttu á sviði sálgæslu og umhyggju, samhliða lögfræði og fjármálalæsi. Liður í því er að opna umræðuna um dauðann. Mikil þróun á sér stað í þjónustunni í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Svíþjóð er að fara af stað 40 vikna nám á háskólastigi fyrir þau sem starfa við útfararþjónustu. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem nemandinn á að auka færni í samskiptum, m.a. að hitta fólk í sorg og kreppu. Í náminu er lögð áhersla á fagmennsku og virðingu. Einnig er farið yfir lögfræðilega þætti sem snúa að útförum, stjórnun, rekstri og þjónustu. Frá árinu 2020 verður krafa gerð um slíka menntun til þess að mega opna útfararþjónustu. Hér á landi er margt vel gert en þó er þörf á samræmdum og skýrum reglum. Með það að leiðarljósi að auka fagmennsku, kröfur, eftirlit og eftirfylgni í viðkvæmri þjónustu. Ég hvet til umræðunnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. – Páll J. Árdal Dauðinn er í senn framandi en samt svo nálægur. Það ætti að vera eðlilegt að ræða um dauðann. Ýmislegt hefur verið gert undanfarin misseri til þess að setja dauðann á dagskrá í umræðunni. Dæmi um þetta eru t.d. fróðlegir útvarpsþættir Ævars Kjartanssonar og K. Huldu Guðmundsdóttur í fyrra á Rás 1, opinskáar færslur (á samfélagsmiðlum) og loks bókin Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Einnig má nefna svokallað dauðakaffi þar sem fólk hittist á kaffihúsi yfir opnum og frjálsum umræðum. Þá hefur Facebook-hópur verið stofnaður til þess að halda utan um áhugasama. Málefnið er undirritaðri hugleikið eftir meira en tveggja áratuga prestsþjónustu og verandi nú í starfi hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Á undanförnum vikum hefur okkar litla samfélag verið upptekið af dauðanum. Ekki síst af ótímabærum og óásættanlegum dauða ungs fólks. Ungt fólk í neyslu, hvarf ungrar konu sem var rænd lífinu á hræðilegan hátt og slys sem ekki gerðu boð á undan sér. Við erum sorgmædd og slegin. Flestir eru sammála um að á slíkum stundum sýnum við okkar bestu hliðar sem þjóð. Við látum okkur annt hvert um annað. Dauðann ber að með ýmsum hætti og við þurfum að vanda okkur þegar hann er til umræðu. Það þýðir þó ekki að við eigum að forðast umræðuna, heldur þvert á móti. Það er áhugavert og gefandi að taka þátt í þróun útfararþjónustu. Þar, eins og víða, er gott að leita fanga hjá nágrannaþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. Sú nýbreytni er að ryðja sér til rúms að bjóða fólki upp á þann möguleika að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina „hinsti vilji“. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt. En flestum þykir gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina, hvernig þau hefðu séð fyrir sér kveðjustundina. Grundvallaratriði eins og það hvort óskað er eftir bálför eða hefðbundinni kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið og því er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlátið. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk kýs að hvíla en mörg dæmi eru um að látnir séu fluttir á milli landshluta og jafnvel landa til hinsta hvílustaðar.Vaxandi krafa um fagmennskuÍ hraða nútímans er vaxandi krafa um fagmennsku og aukna þjónustu og þar er útfararþjónusta sannarlega ekki undanskilin. Leitast er við að svara þeim kröfum ekki síst með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og nærgætni. Þjónustan er viðkvæm og mikilvæg. Þau sem hafa valið að helga líf sitt þjónustu við fólk sem er að kveðja sína nánustu gera það undantekningalítið af alúð og natni. Um það vitna mörg þeirra sem þegið hafa þjónustuna. Við hljótum að gera auknar kröfur um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum þar sem kallað er eftir kunnáttu á sviði sálgæslu og umhyggju, samhliða lögfræði og fjármálalæsi. Liður í því er að opna umræðuna um dauðann. Mikil þróun á sér stað í þjónustunni í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Svíþjóð er að fara af stað 40 vikna nám á háskólastigi fyrir þau sem starfa við útfararþjónustu. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem nemandinn á að auka færni í samskiptum, m.a. að hitta fólk í sorg og kreppu. Í náminu er lögð áhersla á fagmennsku og virðingu. Einnig er farið yfir lögfræðilega þætti sem snúa að útförum, stjórnun, rekstri og þjónustu. Frá árinu 2020 verður krafa gerð um slíka menntun til þess að mega opna útfararþjónustu. Hér á landi er margt vel gert en þó er þörf á samræmdum og skýrum reglum. Með það að leiðarljósi að auka fagmennsku, kröfur, eftirlit og eftirfylgni í viðkvæmri þjónustu. Ég hvet til umræðunnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun