Einkavæðingin og rúsínurnar í kökunni Ögmundur Jónasson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun