Þökk fyrir Gylfa Logi Einarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar