Breskur bankamaður átti að stýra nefnd um endurskipulagningu fjármálakerfisins Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2017 08:00 Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í fyrra að fela þáverandi fjármálaráðherra að skipa nefnd um endurskipulagningu bankakerfisins. Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira