Breskur bankamaður átti að stýra nefnd um endurskipulagningu fjármálakerfisins Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2017 08:00 Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í fyrra að fela þáverandi fjármálaráðherra að skipa nefnd um endurskipulagningu bankakerfisins. Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira