Breskur bankamaður átti að stýra nefnd um endurskipulagningu fjármálakerfisins Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2017 08:00 Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í fyrra að fela þáverandi fjármálaráðherra að skipa nefnd um endurskipulagningu bankakerfisins. Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira