Viðskipti innlent

Icelandair greiði 565 milljónir í arð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bréf í Icelandair hafa lækkað um sextíu prósent í verði frá því í apríl í fyrra.
Bréf í Icelandair hafa lækkað um sextíu prósent í verði frá því í apríl í fyrra. Visir/Vilhelm
Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna eða 0,11 kr. á hvern hlut.

Einnig er lagt til við aðalfundinn að stjórnar og nefndarlaun verði óbreytt frá síðasta ári. Stjórnarmenn fái 300.000 krónur á mánuði, formaður fái 600.000 krónur á mánuði og varaformaður fái 450.000 krónur á mánuð.

Bréf í Icelandair hafa lækkað um sextíu prósent í verði frá því í apríl í fyrra og hafa nú lækkað á hverjum degi í heila viku eftir svarta afkomuspá sem birtist í síðustu viku.

Sjá einnig: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni

Félagið hyggst ráðast í aðgerðir til þess að skila bættri afkomu. Gert er ráð fyrir að slíkar aðgerðir á tekju- og gjaldahlið félagsins skili bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018.

Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára.

Ítarlega er fjallað um stöðu Icelandair í Markaðnum í dag þar sem rætt er við hluthafa og sérfræðing í markaðsviðskiptum.


Tengdar fréttir

Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu

Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018.

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu

Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Ice­landair og hluthafa fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×