Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Hörður Ægisson skrifar 7. febrúar 2017 21:15 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að ljóst að aðstæður í rekstrinum séu mjög krefjandi í upphafi árs. Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“ Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira