Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Hörður Ægisson skrifar 7. febrúar 2017 21:15 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að ljóst að aðstæður í rekstrinum séu mjög krefjandi í upphafi árs. Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“ Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent