„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 09:35 Alveg frá árinu 2011 hafa ytri aðstæður verið Icelandair hagfelldar. Fargjöld hafa aftur á móti farið lækkandi og olíuverð tekið að hækka. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin. Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin.
Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09