Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Hörður Ægisson skrifar 7. febrúar 2017 21:15 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að ljóst að aðstæður í rekstrinum séu mjög krefjandi í upphafi árs. Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“ Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA-hagnaður á síðasta ársfjórðungi 2016 - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljónir dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Lækkun meðalfargjalda og gengisþróun skýra lakari afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi að mestu, að því er fram kemur í afkomutilkynningu. Heildartekjur Icelandair Group jukust um 12 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins. Björgólfur segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða síðasta árshafi verið sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins og að starfsemin gengið í heildina mjög vel á árinu, við krefjandi aðstæður. „Við upphaf árs er hins vegar ljóst að aðstæður í rekstrinum eru mjög krefjandi. Eins og við greindum frá í seinustu viku hefur að undanförnu orðið breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði. Þróunina má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóða stjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ segir Björgólfur. Þá er haft eftir Björgólfi að þegar hafi verið gripið til aðgerða í rekstri samstæðunnar sem eigi að skila hagræðingu og auknum tekjum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á fargjöldum og vöruframboði Icelandair. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum aðstæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flugfarþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina auka sýnileika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðaraðhaldi innan félagsins.“
Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira