iPhone 8: Apple sagt ætla að fjarlægja alla takka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Svona sér hönnuður Concepts Iphone fyrir sér að nýji síminn muni líta út. Mynd/Concept iPhone Apple mun fjarlægja alla takka af næstu útgáfu iPhone ef marka má heimildir tímaritsins Fast Company. Á þessu ári eru tíu ár frá því að fyrsti iPhone-síminn kom á markað og miðað við fregnir erlendra fjölmiðla hyggst Apple fagna því með sérstaklega veglegri útgáfu af símanum, iPhone 8. Í úttekt Fast Company kemur fram að Apple hyggist fjarlægja „Home“ takkann fremst á símanum og koma þess í stað fyrir snertiskynjara. Tímaritið segir einnig að Apple vinni að því að fjarlægja aðra takka sem finna má á hlið hefðbundins iPhone-síma. Þar leynast takkar til að hækka og lækka hljóðstillingu símans, kveikja, slökkva og læsa símanum auk þess sem hægt er að stilla símann á hljóðlausa stillingu. Heimildarmaður Fast Company segir að þess í stað þessara takka vilji Apple koma fyrir snertiskynjurum. Þá er gert ráð fyrir því að bakhlið símans verði gerð úr gleri og notað verði stál í umgjörð símans, í stað áls, sem nú er notað. Fast Company greinir einnig frá því að síminn verði búinn 5.8 tommu OLED-skjá. Reiknað er því með að síminn verði stærri en Plus útgáfur iPhone sem eru búnar 5,5 tommu skjá. Reiknað er með að iPhone 8 verði dýrari en fyrri útgáfur. Dýrasti iPhone kostar nú um 969 dollara, um 110 þúsund krónur. Reiknað er með að verð iPhone 8 verði vel yfir þúsund dollara í Bandaríkjunum. Samhliða iPhone 8 hyggst Apple einnig gefa út nýjar og endurbættar útgáfur af iPhone 7 líkt og venja s Tengdar fréttir Reiknað með að iPhone 8 verði mun dýrari Greinendur gera ráð fyrir að Apple muni verðleggja iPhone 8 síma sinn mun hærra en aðra iPhone síma sína. 10. desember 2016 09:39 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple mun fjarlægja alla takka af næstu útgáfu iPhone ef marka má heimildir tímaritsins Fast Company. Á þessu ári eru tíu ár frá því að fyrsti iPhone-síminn kom á markað og miðað við fregnir erlendra fjölmiðla hyggst Apple fagna því með sérstaklega veglegri útgáfu af símanum, iPhone 8. Í úttekt Fast Company kemur fram að Apple hyggist fjarlægja „Home“ takkann fremst á símanum og koma þess í stað fyrir snertiskynjara. Tímaritið segir einnig að Apple vinni að því að fjarlægja aðra takka sem finna má á hlið hefðbundins iPhone-síma. Þar leynast takkar til að hækka og lækka hljóðstillingu símans, kveikja, slökkva og læsa símanum auk þess sem hægt er að stilla símann á hljóðlausa stillingu. Heimildarmaður Fast Company segir að þess í stað þessara takka vilji Apple koma fyrir snertiskynjurum. Þá er gert ráð fyrir því að bakhlið símans verði gerð úr gleri og notað verði stál í umgjörð símans, í stað áls, sem nú er notað. Fast Company greinir einnig frá því að síminn verði búinn 5.8 tommu OLED-skjá. Reiknað er því með að síminn verði stærri en Plus útgáfur iPhone sem eru búnar 5,5 tommu skjá. Reiknað er með að iPhone 8 verði dýrari en fyrri útgáfur. Dýrasti iPhone kostar nú um 969 dollara, um 110 þúsund krónur. Reiknað er með að verð iPhone 8 verði vel yfir þúsund dollara í Bandaríkjunum. Samhliða iPhone 8 hyggst Apple einnig gefa út nýjar og endurbættar útgáfur af iPhone 7 líkt og venja s
Tengdar fréttir Reiknað með að iPhone 8 verði mun dýrari Greinendur gera ráð fyrir að Apple muni verðleggja iPhone 8 síma sinn mun hærra en aðra iPhone síma sína. 10. desember 2016 09:39 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Reiknað með að iPhone 8 verði mun dýrari Greinendur gera ráð fyrir að Apple muni verðleggja iPhone 8 síma sinn mun hærra en aðra iPhone síma sína. 10. desember 2016 09:39