Nám metið að verðleikum Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. janúar 2017 12:16 Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir og fá til að mynda um helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Þessu verður að breyta og auka verulega fjármagn til háskólanna á næstu árum. 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám á Hugvísinda- eða Félagsvísindasviði sem gerir þessi svið að fjölmennustu námssviðunum. Þrátt fyrir það fær nám í hug- og félagsvísindum úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það að ódýrasta háskólanáminu hérlendis. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. En af hverju er Hugvísindasvið svona tiltakanlega undirfjármagnað? Ástæðan er úrelt reiknilíkan ríkisins. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Reiknilíkanið er gjörsamlega úrelt en til hefur staðið að ráðast í breytingar á því síðan 2007. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps og nú er því tækifærið til að koma hagsmunum hugvísindanema á framfæri og vera þrýstiafl fyrir betra og réttlátara reiknilíkani. Að námið okkar sé metið að verðleikum er veigamikið baráttumál. Deildir innan Hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru með eindæmum lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Það er óviðunandi hjá ríkisreknum háskóla að þessi leið þurfi að vera farin. Síðastliðið ár höfum við í Röskvu verið í meirihluta í sviðsráði Hugvísindasviðs. Höfum við unnið í góðu samstarfi við Vöku að fjölmörgum mikilvægum hagsmunamálum. Ber þar helst að nefna greinaskriftarátak þar sem við fengum til að mynda Elizu Reid og Vigdísi Finnbogadóttur til að skrifa um mikilvægi hugvísindanna. Einnig má nefna fundi með kennurum og stjórnendum þar sem málefnum nemenda var komið á framfæri og í farveg. Mikilvægt er að halda þessari góðu vinnu áfram. Fjölbreytni er hornsteinn samfélagsins. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fólk á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Í erfiðu árferði Háskóla Íslands er nauðsynlegt að standa vörð um hugvísindin, efla þau og meta þau að verðleikum. Nemendur þurfa að hafa öfluga rödd þegar kemur að þeirra hagsmunamálum og geta komið sinni skoðun á framfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir og fá til að mynda um helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Þessu verður að breyta og auka verulega fjármagn til háskólanna á næstu árum. 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám á Hugvísinda- eða Félagsvísindasviði sem gerir þessi svið að fjölmennustu námssviðunum. Þrátt fyrir það fær nám í hug- og félagsvísindum úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það að ódýrasta háskólanáminu hérlendis. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. En af hverju er Hugvísindasvið svona tiltakanlega undirfjármagnað? Ástæðan er úrelt reiknilíkan ríkisins. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Reiknilíkanið er gjörsamlega úrelt en til hefur staðið að ráðast í breytingar á því síðan 2007. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps og nú er því tækifærið til að koma hagsmunum hugvísindanema á framfæri og vera þrýstiafl fyrir betra og réttlátara reiknilíkani. Að námið okkar sé metið að verðleikum er veigamikið baráttumál. Deildir innan Hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru með eindæmum lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Það er óviðunandi hjá ríkisreknum háskóla að þessi leið þurfi að vera farin. Síðastliðið ár höfum við í Röskvu verið í meirihluta í sviðsráði Hugvísindasviðs. Höfum við unnið í góðu samstarfi við Vöku að fjölmörgum mikilvægum hagsmunamálum. Ber þar helst að nefna greinaskriftarátak þar sem við fengum til að mynda Elizu Reid og Vigdísi Finnbogadóttur til að skrifa um mikilvægi hugvísindanna. Einnig má nefna fundi með kennurum og stjórnendum þar sem málefnum nemenda var komið á framfæri og í farveg. Mikilvægt er að halda þessari góðu vinnu áfram. Fjölbreytni er hornsteinn samfélagsins. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fólk á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Í erfiðu árferði Háskóla Íslands er nauðsynlegt að standa vörð um hugvísindin, efla þau og meta þau að verðleikum. Nemendur þurfa að hafa öfluga rödd þegar kemur að þeirra hagsmunamálum og geta komið sinni skoðun á framfæri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar