Eigendur Saab hefja framleiðslu í lok árs Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 12:47 Saab 9-3 í þremur útgáfum. National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent
National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent