Strákapör sögunnar Pétur Gunnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 „Bragðvísi sögunnar“ er hugtak sem leikur stórt hlutverk í heimspeki Hegels og gerir honum fært að líta sögu mannkyns sem samfellda þróun til hins æskilegasta ástands. Í Fyrirbærafræði andans frá árinu 1807 kynnir hann til leiks Heimsandann sem er í raun lífið sjálft frá því að það kviknar, tekur á sig ótal myndir og form, stöðugt háþróaðri uns við stígum á svið, því við erum hluti af þessari alheimsveru og þau okkar sem skara fram úr verða gerendur hennar (Napóleon á dögum Hegels) og málpípur (Hegel sjálfur). En á þessari þroskagöngu heimsandans er stundum eins og slái í bakseglin og rás viðburðanna taki öndverða stefnu við heillasporin (styrjaldir og plágur). Sem þegar frá líður kemur einatt í ljós að voru liður í að koma til leiðar hinni æskilegustu niðurstöðu, úthugsuð gabbhreyfing eða bragðvísi sögunnar. Öldin tuttugasta átti eftir að setja gæsalappir á þessa bláeygu sýn. Hver óskapnaðurinn rak annan: heimsstyrjaldir, gúlög, gasofnar, hírósímu ... Í stað þess að vera þunguð af fagnaðarerindi tók sagan á sig mynd martraðar. „Sagan er martröð sem ég er að reyna að vakna af“ segir Stefán Dedalus í Ódisseifi Joyce. Og Freud smíðaði hugtakið „dauðahvöt“ til að skýra sjálfseyðingaráráttu mannsskepnunnar, að dauðahvötin væri eftir allt saman sterkari en lífshvötin – þrá mannsins eftir að komast aftur í vökvaform. Að vísu gekk kenning Hegels í skamma endurnýjun lífdaga á tíunda áratug síðustu aldar í verki bandaríska stjórnmálafræðingsins Francis Fukyama, Endalokum sögunnar (1992). Sovétríkin voru nýfallin saman og kapítalisminn stóð einn eftir á sviðinu, keppninni lokið og endanlegt jafnvægi virtist fundið undir samhentri forystu kínverska kommúnistaflokksins og Wall Street. En eins og Halldór Laxness orðar svo ágætlega í viðtali við Örn Ólafsson, bókmenntafræðing, árið 1981: „Heimurinn er fljótur að skipta um grímu. Stundum fellur meira að segja allt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni – og þá er sjaldan von á góðu.“ Lygnan reyndist svikalogn, undanfari djöfulgangs sem ekki sér fyrir endann á. Um þessar mundir er talið að eitt hundrað milljónir Asíu- og Afríkubúa séu að sýna á sér fararsnið upp til Evrópu ýmist á flótta undan styrjöldum eða búsifjum vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Ef okkur væri sjálfrátt væri búið að breyta heiminum í allsherjar stjórnstöð almannavarna. En því er aldeilis ekki að heilsa, á valdastól í voldugasta ríki veraldar er sestur fársjúkur einstaklingur sem ætlar að gefa orkusóðunum lausan tauminn og sendir heimsbyggðinni fingurinn með þeim hætti að kjarnorkuvofan, sem friðarhreyfingum tókst að svæfa á níunda áratug síðustu aldar, er komin á kreik á nýjan leik. Og í Evrópu gera þjóðflutningarnir nýju að verkum að afneitunarsinnaðir hægrimenn komast til valda á þjóðrembunni einni. Í Frakklandi er talið meira en hugsanlegt að forsetakosningar á vori komanda leiði til valda Marie Le Pen, en hún aðhyllist stefnu mjög í anda Donalds Trump. Sérstaka athygli vekur fylgispekt þeirra beggja við Pútín Rússlandsforseta sem raunar er talinn hafa átt þátt í kjöri Trumps og fjármagnar að hluta kosningabaráttu Le Pen. Næði hún kjöri hefði Pútín eignast volduga bandamenn beggja vegna Atlantsála sem aftur gæfi honum frjálsar hendur til að hefja sömu ásælni við Eystrasaltslöndin og Úkraínu. Upp úr því klórinu væri Evrópustyrjöld ekki fjarlægur möguleiki. Af öllu þessu og fleiru sem rúmast ekki í lítilli blaðagrein má ljóst vera að við erum stödd á ískyggilegum stað. Nema þetta séu enn eina ferðina „klækjabrögð sögunnar“. Að ástandinu sé ætlað að knýja okkur til viðbragða. Og víst er að andmælaöldur eiga eftir að rísa austan hafs og vestan með allsherjarverkföllum, uppreisnum og Austurvöllum á færibandi. Því eins og segir í Hamlet, fyrsta þætti, senu fimm:„Úr liði er öldin! Ó, mig hryllir viðþeim örlögum að kippa henni í lið ...“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
„Bragðvísi sögunnar“ er hugtak sem leikur stórt hlutverk í heimspeki Hegels og gerir honum fært að líta sögu mannkyns sem samfellda þróun til hins æskilegasta ástands. Í Fyrirbærafræði andans frá árinu 1807 kynnir hann til leiks Heimsandann sem er í raun lífið sjálft frá því að það kviknar, tekur á sig ótal myndir og form, stöðugt háþróaðri uns við stígum á svið, því við erum hluti af þessari alheimsveru og þau okkar sem skara fram úr verða gerendur hennar (Napóleon á dögum Hegels) og málpípur (Hegel sjálfur). En á þessari þroskagöngu heimsandans er stundum eins og slái í bakseglin og rás viðburðanna taki öndverða stefnu við heillasporin (styrjaldir og plágur). Sem þegar frá líður kemur einatt í ljós að voru liður í að koma til leiðar hinni æskilegustu niðurstöðu, úthugsuð gabbhreyfing eða bragðvísi sögunnar. Öldin tuttugasta átti eftir að setja gæsalappir á þessa bláeygu sýn. Hver óskapnaðurinn rak annan: heimsstyrjaldir, gúlög, gasofnar, hírósímu ... Í stað þess að vera þunguð af fagnaðarerindi tók sagan á sig mynd martraðar. „Sagan er martröð sem ég er að reyna að vakna af“ segir Stefán Dedalus í Ódisseifi Joyce. Og Freud smíðaði hugtakið „dauðahvöt“ til að skýra sjálfseyðingaráráttu mannsskepnunnar, að dauðahvötin væri eftir allt saman sterkari en lífshvötin – þrá mannsins eftir að komast aftur í vökvaform. Að vísu gekk kenning Hegels í skamma endurnýjun lífdaga á tíunda áratug síðustu aldar í verki bandaríska stjórnmálafræðingsins Francis Fukyama, Endalokum sögunnar (1992). Sovétríkin voru nýfallin saman og kapítalisminn stóð einn eftir á sviðinu, keppninni lokið og endanlegt jafnvægi virtist fundið undir samhentri forystu kínverska kommúnistaflokksins og Wall Street. En eins og Halldór Laxness orðar svo ágætlega í viðtali við Örn Ólafsson, bókmenntafræðing, árið 1981: „Heimurinn er fljótur að skipta um grímu. Stundum fellur meira að segja allt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni – og þá er sjaldan von á góðu.“ Lygnan reyndist svikalogn, undanfari djöfulgangs sem ekki sér fyrir endann á. Um þessar mundir er talið að eitt hundrað milljónir Asíu- og Afríkubúa séu að sýna á sér fararsnið upp til Evrópu ýmist á flótta undan styrjöldum eða búsifjum vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Ef okkur væri sjálfrátt væri búið að breyta heiminum í allsherjar stjórnstöð almannavarna. En því er aldeilis ekki að heilsa, á valdastól í voldugasta ríki veraldar er sestur fársjúkur einstaklingur sem ætlar að gefa orkusóðunum lausan tauminn og sendir heimsbyggðinni fingurinn með þeim hætti að kjarnorkuvofan, sem friðarhreyfingum tókst að svæfa á níunda áratug síðustu aldar, er komin á kreik á nýjan leik. Og í Evrópu gera þjóðflutningarnir nýju að verkum að afneitunarsinnaðir hægrimenn komast til valda á þjóðrembunni einni. Í Frakklandi er talið meira en hugsanlegt að forsetakosningar á vori komanda leiði til valda Marie Le Pen, en hún aðhyllist stefnu mjög í anda Donalds Trump. Sérstaka athygli vekur fylgispekt þeirra beggja við Pútín Rússlandsforseta sem raunar er talinn hafa átt þátt í kjöri Trumps og fjármagnar að hluta kosningabaráttu Le Pen. Næði hún kjöri hefði Pútín eignast volduga bandamenn beggja vegna Atlantsála sem aftur gæfi honum frjálsar hendur til að hefja sömu ásælni við Eystrasaltslöndin og Úkraínu. Upp úr því klórinu væri Evrópustyrjöld ekki fjarlægur möguleiki. Af öllu þessu og fleiru sem rúmast ekki í lítilli blaðagrein má ljóst vera að við erum stödd á ískyggilegum stað. Nema þetta séu enn eina ferðina „klækjabrögð sögunnar“. Að ástandinu sé ætlað að knýja okkur til viðbragða. Og víst er að andmælaöldur eiga eftir að rísa austan hafs og vestan með allsherjarverkföllum, uppreisnum og Austurvöllum á færibandi. Því eins og segir í Hamlet, fyrsta þætti, senu fimm:„Úr liði er öldin! Ó, mig hryllir viðþeim örlögum að kippa henni í lið ...“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun