Körfubolti

Óvænt tap Cleveland í Dallas

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James og félagar töpuðu.
LeBron James og félagar töpuðu. vísir/getty
Dallas Mavericks gerði sér lítið fyrir og lagði meistaraefni í NBA-deildinni í körfubolta annað kvöldið í röð þegar liðið hafði betur gegn LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 104-97.

Í gær vann Dallas 105-101 sigur á San Antonio Spurs en eftir algjörlega hörmulega byrjun á tímabilinu er Dallas búið að vinna sjö leiki af síðustu tíu og er komið upp úr neðsta sæti vesturdeildarinnar.

LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar en eftir tvo sigurleiki í röð þurfti Cleveland aftur að sætta sig við tap. Það er búið að tapa þremur af síðustu fimm en heldur samt efsta sætinu í austrinu.

Kyrie Irving skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Kevin Love var ekki með meisturunum vegna krampa í bakvöðva. Harrison Barnes var stigahæstur Dallas með 24 stig en Dirk Nowitzki skoraði aðeins átta stig.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia 76ers - Sacramento Kings 122-119

Miami Heat - Brooklyn Nets 104-96

Minnesota Timberwolves - Orlando Magic 111-105

Boston Celtics - Detroit Pistons 113-109

Dallas Maverics - Cleveland Cavaliers 104-97

Phoenix Suns - Memphis Grizzlies 96-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×