Snæfell vann öruggan sigur á Njarðvík 93-64 í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag í Njarðvík.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta tók Snæfell öll völd á vellinum. Þá skoraði liðið 34 stig gegn 9 og gerði í raun út um leikinn. Staðan í hálfleik var 53-26.
Aayryn Ellenberg-Wiley skoraði 21 stig fyrir Snæfell auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 16 stig og Alda Leif Jónsdóttir 11.
Hjá Njarðvík var Carmen Tyson-Thomas lang atkvæðamest með 33 stig og 11 fráköst.
Snæfell er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Njarðvík er í fimmta sæti.
