Pólskukennslu í stað dönskunnar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2017 00:00 Pólverjar eru langstærsti minnihlutahópurinn á Íslandi, nærri 40 prósent af öllum innflytjendum, og þeim fer fjölgandi. Innflytjendur eru um 10 prósent á Íslandi í dag. Pólverjar gætu verið orðnir fimm til sex prósent mannfjöldans eftir nokkur ár eða áratugi og það er fínt. Pólska heyrist oft á Íslandi, það er stundum eina málið sem heyrist á byggingarsvæðum og oft hefur verið erfitt að fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum og kaffihúsum. Búast má við að Pólverjar verði áfram langstærsti minnihlutahópurinn hér og að hlutfallið haldi áfram að hækka því ekki er ólíklegt að fólk flytjist til landsins meðan störfin eru næg og íslensk fyrirtæki fara til Póllands til að ná í starfsfólk. Pólsk börn læra íslensku í leikskólum, grunnskólum og á leiksvæðum í hverfinu sínu. Vonandi læra þau móðurmálið sitt líka því þessi börn alast hér upp og verða pólskumælandi Íslendingar. Þegar ég hlusta á barnabarnið mitt tala íslensku með pólskum áherslum í leik velti ég stundum fyrir mér hvort við Íslendingar ættum ekki að kenna pólsku sem annað, þriðja eða fjórða erlenda tungumálið í grunnskólum eða framhaldsskólum. Það gæti auðveldað samskipti og skilning milli þessara hópa, íslenskumælandi meirihlutans og pólskumælandi minnihlutans. Þegar ég bjó í Finnlandi á níunda áratugnum var tvítyngið mikið til umræðu. Finnar eru flestir finnskumælandi en sumir þeirra eru sænskumælandi, líklega um fimm prósent. Finnland var öldum saman hluti af sænska konungsríkinu og Svíar fluttust snemma til Finnlands til að setjast þar að. Samkvæmt lögum hafa þessi tvö tungumál því jafna stöðu. Sambúðin hefur ekki verið áreynslulaus en Finnar telja samt mikilvægt að viðhalda stöðu sænsku tungunnar í Finnlandi.Enginn danskur minnihluti hér Auðvitað hafa Pólverjar ekki sömu stöðu hér og sænskumælandi yfirstéttin í Finnlandi. En ég velti því samt fyrir mér hvort það sé ekki tímaskekkja að krakkar læri dönsku sem annað erlenda tungumálið í íslensku skólakerfi. Við erum mikið til hætt að tala norðurlandamál í norrænu samstarfi því enskan hefur tekið yfir. Og hér er enginn danskur minnihluti eins og sá sænski í Finnlandi. Ef pólskan verður jafn algeng hér og sænskan í Finnlandi, er þá ekki eðlilegt að við kennum mál stærsta minnihlutahópsins frekar en að kenna dönsku? Tungumálakunnátta byggir brú. Hún hjálpar okkur að hafa samskipti. Ættum við að bæta við pólsku sem þriðja erlenda tungumálinu í skyldunámi? Eða vali? Ættum við að skipta út dönskunni fyrir pólsku? Eða ætti pólska bara alls ekkert að vera kennd hér á landi? Þetta er eitthvað sem við þyrftum að velta fyrir okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Pólverjar eru langstærsti minnihlutahópurinn á Íslandi, nærri 40 prósent af öllum innflytjendum, og þeim fer fjölgandi. Innflytjendur eru um 10 prósent á Íslandi í dag. Pólverjar gætu verið orðnir fimm til sex prósent mannfjöldans eftir nokkur ár eða áratugi og það er fínt. Pólska heyrist oft á Íslandi, það er stundum eina málið sem heyrist á byggingarsvæðum og oft hefur verið erfitt að fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum og kaffihúsum. Búast má við að Pólverjar verði áfram langstærsti minnihlutahópurinn hér og að hlutfallið haldi áfram að hækka því ekki er ólíklegt að fólk flytjist til landsins meðan störfin eru næg og íslensk fyrirtæki fara til Póllands til að ná í starfsfólk. Pólsk börn læra íslensku í leikskólum, grunnskólum og á leiksvæðum í hverfinu sínu. Vonandi læra þau móðurmálið sitt líka því þessi börn alast hér upp og verða pólskumælandi Íslendingar. Þegar ég hlusta á barnabarnið mitt tala íslensku með pólskum áherslum í leik velti ég stundum fyrir mér hvort við Íslendingar ættum ekki að kenna pólsku sem annað, þriðja eða fjórða erlenda tungumálið í grunnskólum eða framhaldsskólum. Það gæti auðveldað samskipti og skilning milli þessara hópa, íslenskumælandi meirihlutans og pólskumælandi minnihlutans. Þegar ég bjó í Finnlandi á níunda áratugnum var tvítyngið mikið til umræðu. Finnar eru flestir finnskumælandi en sumir þeirra eru sænskumælandi, líklega um fimm prósent. Finnland var öldum saman hluti af sænska konungsríkinu og Svíar fluttust snemma til Finnlands til að setjast þar að. Samkvæmt lögum hafa þessi tvö tungumál því jafna stöðu. Sambúðin hefur ekki verið áreynslulaus en Finnar telja samt mikilvægt að viðhalda stöðu sænsku tungunnar í Finnlandi.Enginn danskur minnihluti hér Auðvitað hafa Pólverjar ekki sömu stöðu hér og sænskumælandi yfirstéttin í Finnlandi. En ég velti því samt fyrir mér hvort það sé ekki tímaskekkja að krakkar læri dönsku sem annað erlenda tungumálið í íslensku skólakerfi. Við erum mikið til hætt að tala norðurlandamál í norrænu samstarfi því enskan hefur tekið yfir. Og hér er enginn danskur minnihluti eins og sá sænski í Finnlandi. Ef pólskan verður jafn algeng hér og sænskan í Finnlandi, er þá ekki eðlilegt að við kennum mál stærsta minnihlutahópsins frekar en að kenna dönsku? Tungumálakunnátta byggir brú. Hún hjálpar okkur að hafa samskipti. Ættum við að bæta við pólsku sem þriðja erlenda tungumálinu í skyldunámi? Eða vali? Ættum við að skipta út dönskunni fyrir pólsku? Eða ætti pólska bara alls ekkert að vera kennd hér á landi? Þetta er eitthvað sem við þyrftum að velta fyrir okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun