Ruglið í Oxfam Guðmundur Edgarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar