Wal-Mart hefur sölu á bílum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:48 Ein verslana Wal-Mart í Bandaríkjunum. Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent