Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 72-63 | Valur sýndi klærnar á móti Stjörnunni Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 29. janúar 2017 16:15 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira