Þrjár siðbótarkonur Arna Grétarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 07:00 Í ár eru fimm aldir frá því Marteinn Lúther negldi 95 mótmæli á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg árið 1517 . Þessara tímamóta verður minnst með fjölbreyttum viðburðum um land allt á árinu. Við upphaf þessa mikla minningarárs er nöfnum þriggja siðbótarkvenna lyft upp og þeirra sérstaklega minnst næstkomandi sunnudag í Hallgrímskirkju. Katrín, Halldóra og Elísabet voru merkar en lítt þekktar siðbótarkonur. Saga þeirra vekur von og trú á það að hægt er að breyta, laga og bæta kirkju, samfélag og samskipti öll karla og kvenna á milli.Katrín af Bóra fæddist hinn 29. janúar 1499. Hún var nunna sem giftist munki að nafni Marteinn Lúther. Þau ruddu braut með nýrri sýn á lífið og tilveruna. Kollvörpuðu gömlum hugmyndum til að koma að kærleiksríkum náðarboðskap biblíunnar. Flestir hafa heyrt um siðbótarmanninn Martein Lúther sem lúthersk kirkja er kennd við en sjaldnar er minnst á eiginkonuna sem stóð við hlið hans, vann baki brotnu fyrir manni sínum og heimili, rak gistiheimili og ræktaði grænmeti í garðinum, svo hann mætti grúska í biblíu og öðrum bókum, skrifa, þýða og boða fagnaðarerindið hreint og ómengað. Þau voru siðbótarhjón, og fóru ótroðna slóð er þau giftu sig og börðust þannig fyrir hjónabandi og samlífi presta. Presturinn skyldi hafa þau sjálfsögðu réttindi að njóta þeirra gæða og gjafa Guðs að elska með þeirri ást sem nær að innstu hjartarótum og kviknar milli tveggja elskenda. Það skyldu þeir geta gert opinberlega. Margir prestar komu út úr einlífisskápnum eftir að Lúther og Katrín giftu sig. Á grundvelli kenninga Lúthers, þá aðallega um hinn almenna prestdóm, að hver skírður einstaklingur væri prestur, voru konur vígðar til prests, reyndar ekki fyrr en 1974 hér á Íslandi. Það getur tekið aldir að breyta rótgrónu kerfi sem þjónar hagsmunum fárra, það er gömul saga og ný. Í því samhengi er áhugavert að Halldóra nokkur, dóttir Guðbrands Þorlákssonar biskups, tók við búi á Hólastað árið 1624 og var svo klók að hún fékk það skriflegt hjá umboðsmanni konungs að hún hefði öll bú- og mannaforráð, yfir skóla og öllu sem staðnum fylgdi. Það er ljóst að inn á valdsvið karlanna var hún komin. Halldóra hefur greinilega verið fæddur leiðtogi og það má vel gera sér í hugarlund að hún hafi komist í bækur og handrit föður síns enda vitað að hún kunni að skrifa og skildi þýsku. Guðbrandur faðir hennar átti stóran þátt í því að kenningar Lúthers urðu íslendingum kunnar og í ljósi þeirra nýju hugmynda og þekkingar sem hann hefur aflað sér hefur honum þótt sjálfsagt að dóttir hans tæki þessa miklu stjórnunarlegu ábyrgð. Guðbrandur gaf út messusöngbók og fyrstu biblíuna á íslensku, Guðbrandsbiblíu (1584).Elísabet var nunna af aðalsættum, fædd árið 1500. Hún sagði skilið við klaustrið við mikil mótmæli fjölskyldu sinnar, fetaði í fótspor Lúthershjónanna og giftist háskólarektor í Wittenberg. Hún kynntist þeim nýju áherslum siðbótarinnar sem dreifðist eins og eldur um sinu um Mið- og Norður-Evrópu. Hún orti sálminn Herr Christ der einig Gottes Sohn. Lúther var svo hrifinn af sálminum að hann gaf hann út í fyrstu sálmabók siðbótarinnar árið 1524. Elísabetu dreymdi draum, þar sem hún sá sig predika í kirkju, það hafði hún sem kona ekki leyfi til. Elísabet fer þá leið sem henni var fær og það var að syngja og yrkja sína predikun. Sú predikun lifir enn í sálminum góða sem hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Þessum þremur siðbótarkonum er hægt að kynnast betur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn í messu og í Tónleikahúsi Kammerhópsins Reykjavík Barokk kl. 11 – 13.Gleðilegt fimm alda siðbótarafmælisár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í ár eru fimm aldir frá því Marteinn Lúther negldi 95 mótmæli á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg árið 1517 . Þessara tímamóta verður minnst með fjölbreyttum viðburðum um land allt á árinu. Við upphaf þessa mikla minningarárs er nöfnum þriggja siðbótarkvenna lyft upp og þeirra sérstaklega minnst næstkomandi sunnudag í Hallgrímskirkju. Katrín, Halldóra og Elísabet voru merkar en lítt þekktar siðbótarkonur. Saga þeirra vekur von og trú á það að hægt er að breyta, laga og bæta kirkju, samfélag og samskipti öll karla og kvenna á milli.Katrín af Bóra fæddist hinn 29. janúar 1499. Hún var nunna sem giftist munki að nafni Marteinn Lúther. Þau ruddu braut með nýrri sýn á lífið og tilveruna. Kollvörpuðu gömlum hugmyndum til að koma að kærleiksríkum náðarboðskap biblíunnar. Flestir hafa heyrt um siðbótarmanninn Martein Lúther sem lúthersk kirkja er kennd við en sjaldnar er minnst á eiginkonuna sem stóð við hlið hans, vann baki brotnu fyrir manni sínum og heimili, rak gistiheimili og ræktaði grænmeti í garðinum, svo hann mætti grúska í biblíu og öðrum bókum, skrifa, þýða og boða fagnaðarerindið hreint og ómengað. Þau voru siðbótarhjón, og fóru ótroðna slóð er þau giftu sig og börðust þannig fyrir hjónabandi og samlífi presta. Presturinn skyldi hafa þau sjálfsögðu réttindi að njóta þeirra gæða og gjafa Guðs að elska með þeirri ást sem nær að innstu hjartarótum og kviknar milli tveggja elskenda. Það skyldu þeir geta gert opinberlega. Margir prestar komu út úr einlífisskápnum eftir að Lúther og Katrín giftu sig. Á grundvelli kenninga Lúthers, þá aðallega um hinn almenna prestdóm, að hver skírður einstaklingur væri prestur, voru konur vígðar til prests, reyndar ekki fyrr en 1974 hér á Íslandi. Það getur tekið aldir að breyta rótgrónu kerfi sem þjónar hagsmunum fárra, það er gömul saga og ný. Í því samhengi er áhugavert að Halldóra nokkur, dóttir Guðbrands Þorlákssonar biskups, tók við búi á Hólastað árið 1624 og var svo klók að hún fékk það skriflegt hjá umboðsmanni konungs að hún hefði öll bú- og mannaforráð, yfir skóla og öllu sem staðnum fylgdi. Það er ljóst að inn á valdsvið karlanna var hún komin. Halldóra hefur greinilega verið fæddur leiðtogi og það má vel gera sér í hugarlund að hún hafi komist í bækur og handrit föður síns enda vitað að hún kunni að skrifa og skildi þýsku. Guðbrandur faðir hennar átti stóran þátt í því að kenningar Lúthers urðu íslendingum kunnar og í ljósi þeirra nýju hugmynda og þekkingar sem hann hefur aflað sér hefur honum þótt sjálfsagt að dóttir hans tæki þessa miklu stjórnunarlegu ábyrgð. Guðbrandur gaf út messusöngbók og fyrstu biblíuna á íslensku, Guðbrandsbiblíu (1584).Elísabet var nunna af aðalsættum, fædd árið 1500. Hún sagði skilið við klaustrið við mikil mótmæli fjölskyldu sinnar, fetaði í fótspor Lúthershjónanna og giftist háskólarektor í Wittenberg. Hún kynntist þeim nýju áherslum siðbótarinnar sem dreifðist eins og eldur um sinu um Mið- og Norður-Evrópu. Hún orti sálminn Herr Christ der einig Gottes Sohn. Lúther var svo hrifinn af sálminum að hann gaf hann út í fyrstu sálmabók siðbótarinnar árið 1524. Elísabetu dreymdi draum, þar sem hún sá sig predika í kirkju, það hafði hún sem kona ekki leyfi til. Elísabet fer þá leið sem henni var fær og það var að syngja og yrkja sína predikun. Sú predikun lifir enn í sálminum góða sem hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Þessum þremur siðbótarkonum er hægt að kynnast betur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn í messu og í Tónleikahúsi Kammerhópsins Reykjavík Barokk kl. 11 – 13.Gleðilegt fimm alda siðbótarafmælisár!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar