Harden heldur áfram að endurskrifa sögubækurnar | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 James Harden. Vísir/Getty James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik: NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik:
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira