Harden heldur áfram að endurskrifa sögubækurnar | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 James Harden. Vísir/Getty James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik: NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik:
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira