Ylströnd verður opnuð á Héraði Svavar Hávarðsson skrifar 17. janúar 2017 06:00 Áætlanir gera ráð fyrir 38.000 gestum á ylströndina á fyrsta heila rekstrarári hennar. Mynd/Soffía Tinna Ylströnd við Urriðavatn, aðeins steinsnar frá Egilsstöðum, verður opnuð árið 2019. Tekist hafa samningar um uppbyggingu og fjármögnun baðstaðarins og er hönnunarvinna í fullum gangi.Ívar IngimarssonJarðböðin Mývatnssveit ehf. verða stærsti hluthafi ylstrandarinnar, en aðrir hluthafar eru einstaklingar og fyrirtæki á Austurlandi sem í dag eru ellefu talsins. Verkefnið er að fullu fjármagnað og gera áætlanir ráð fyrir heildarfjárfestingu upp á um 500 milljónir, þar af hafa fengist skuldbindandi loforð fyrir um 280 milljón króna hlutafé. Deiliskipulag hefur verið samþykkt auk þess sem samið hefur verið við landeiganda um lóð og rammasamningur gerður við Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf., en aðstaðan verður byggð upp við uppsprettu hitaveitunnar sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum og þjónustumiðstöð Austurlands. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir sveitarstjórn fagna því að verkefnið verði að veruleika. Verkefnið sé mikilvægt fyrir áframhaldandi uppbyggingu Egilsstaða og Austurlands sem áfangastaðar fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn, auk þess sem verkefnið muni örugglega efla mjög atvinnulíf á svæðinu. Þá sé gleðiefni að bæði séu heimamenn stórir hluthafar í verkefninu og að reyndustu og hæfustu rekstraraðilar á sviði heilsuferðaþjónustu komi myndarlega að því. Hér vísar Björn til þess að í stjórn verkefnisins situr meðal annarra Steingrímur Birgisson sem stjórnarformaður, en hann er forstjóri Bílaleigu Akureyrar og stjórnarformaður Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Eins Grímur Sæmundsen, varaformaður stjórnar, en hann er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins sem er stór eigandi í Jarðböðunum. Hann segist hafa verið mjög áhugasamur um að taka þátt í uppbyggingunni við Urriðavatn sem hafi alla burði til að verða að öflugum segli á Austurlandi. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, er einnig nýr stjórnarmaður félagsins. Magnús ákvað að taka persónulega þátt í þessu verkefni og segir ástæðu þess þá, að um mjög spennandi verkefni sé að ræða sem geti gert Austurland að enn fjölbreyttari stað til búsetu og heimsóknar. Ívar Ingimarsson, einn aðstandenda verkefnisins ásamt þeim Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni á Lögmannastofunni Sókn á Egilsstöðum, og Hafliða H. Hafliðasyni, segist mjög spenntur fyrir verkefninu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari framkvæmd. Ég held að ylströndin eigi eftir að hafa mikið að segja með áframhaldandi vöxt ferðaþjónustu hér á svæðinu – en það hefur lengi vantað segul; stað sem hægt er að ganga að sumar, vetur, vor og haust – sama hvernig viðrar,“ segir Ívar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Ylströnd við Urriðavatn, aðeins steinsnar frá Egilsstöðum, verður opnuð árið 2019. Tekist hafa samningar um uppbyggingu og fjármögnun baðstaðarins og er hönnunarvinna í fullum gangi.Ívar IngimarssonJarðböðin Mývatnssveit ehf. verða stærsti hluthafi ylstrandarinnar, en aðrir hluthafar eru einstaklingar og fyrirtæki á Austurlandi sem í dag eru ellefu talsins. Verkefnið er að fullu fjármagnað og gera áætlanir ráð fyrir heildarfjárfestingu upp á um 500 milljónir, þar af hafa fengist skuldbindandi loforð fyrir um 280 milljón króna hlutafé. Deiliskipulag hefur verið samþykkt auk þess sem samið hefur verið við landeiganda um lóð og rammasamningur gerður við Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf., en aðstaðan verður byggð upp við uppsprettu hitaveitunnar sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum og þjónustumiðstöð Austurlands. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir sveitarstjórn fagna því að verkefnið verði að veruleika. Verkefnið sé mikilvægt fyrir áframhaldandi uppbyggingu Egilsstaða og Austurlands sem áfangastaðar fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn, auk þess sem verkefnið muni örugglega efla mjög atvinnulíf á svæðinu. Þá sé gleðiefni að bæði séu heimamenn stórir hluthafar í verkefninu og að reyndustu og hæfustu rekstraraðilar á sviði heilsuferðaþjónustu komi myndarlega að því. Hér vísar Björn til þess að í stjórn verkefnisins situr meðal annarra Steingrímur Birgisson sem stjórnarformaður, en hann er forstjóri Bílaleigu Akureyrar og stjórnarformaður Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Eins Grímur Sæmundsen, varaformaður stjórnar, en hann er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins sem er stór eigandi í Jarðböðunum. Hann segist hafa verið mjög áhugasamur um að taka þátt í uppbyggingunni við Urriðavatn sem hafi alla burði til að verða að öflugum segli á Austurlandi. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, er einnig nýr stjórnarmaður félagsins. Magnús ákvað að taka persónulega þátt í þessu verkefni og segir ástæðu þess þá, að um mjög spennandi verkefni sé að ræða sem geti gert Austurland að enn fjölbreyttari stað til búsetu og heimsóknar. Ívar Ingimarsson, einn aðstandenda verkefnisins ásamt þeim Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni á Lögmannastofunni Sókn á Egilsstöðum, og Hafliða H. Hafliðasyni, segist mjög spenntur fyrir verkefninu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari framkvæmd. Ég held að ylströndin eigi eftir að hafa mikið að segja með áframhaldandi vöxt ferðaþjónustu hér á svæðinu – en það hefur lengi vantað segul; stað sem hægt er að ganga að sumar, vetur, vor og haust – sama hvernig viðrar,“ segir Ívar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira