Kominn tími til að hætta Robert Barber skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun