Kominn tími til að hætta Robert Barber skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun