Búum betur að ungum vísindamönnum Georg Brynjarsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun