Handbolti

Skof verður ekki með Slóvenum á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skof í leik með PSG.
Skof í leik með PSG. vísir/getty
Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi Slóvena fyrir HM en Slóvenía er í riðli með Íslandi.

Fyrir áramót varð ljóst að tvær af stærstu stjörnum slóvenska liðsins, Uros Zorman og Dean Bombac, yrðu ekki með og nú hefur markvörður PSG, Gorazd Skof, einnig fengið frí.

Landsliðsþjálfarinn Veselin Vujovic ákvað að gefa hinum fertuga Skof frí að þessu sinni og gefa yngri mönnum tækifæri.

Slóvenar spiluðu æfingaleik á milli jóla og nýárs gegn Sádi-Arabíu og unnu 31-18.

Ísland og Slóvenía mætast á HM þann 14. janúar. Það verður annar leikur liðanna í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×