Handbolti

Mótherjar Íslands á HM í góðum gír í sigurleik sínum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiril Lazarov, stærsta stjarna Makedóníu, verður 37 ára á þessu ári.
Kiril Lazarov, stærsta stjarna Makedóníu, verður 37 ára á þessu ári. Vísir/Getty
Makedónía vann fjögurra marka sigur á Bosníu, 28-24, í æfingaleik í kvöld en liðið er að undirbúa sig fyrir HM í handbolta í Frakklandi sem hefst í næstu viku.

Makedóníumenn verða fimmtu og síðustu mótherjar íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM í Frakklandi. Það má búast við að mikið verði undir í þeim leik.

Makedónía mætir með mjög reynslumikið lið til leiks en Makedóníumenn hafa verið fastagestir á síðustu stórmótum.

Lino Cervar, fyrrum þjálfari króatíska landsliðsins, tók við þjálfun landsliðs Makedóníumanna á síðasta ári og er á leið með liðið á fyrsta stórmótið undir hans stjórn.

Cervar gerði Króata tvisvar að heimsmeisturum og einu sinni að Ólympíumeisturum á sínum tíma en hann hætti með króatíska landsliðið árið 2010.

Makedóníumenn komust í 7-2 og 11-4 í upphafi leiks en voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11.

Makedónía náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleiknum en Bosníumenn komu muninum aftur niður í tvö mörk áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×