Jeppinn rúllaði í sjóinn af ferju Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 10:20 Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent