Tyson-Thomas dró Njarðvíkurvagninn í sigri á Haukum | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2017 21:22 Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas atkvæðamest í liði Njarðvíkur en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst. Haukar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en voru samt nálægt því að kreista fram sigur. Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar tóku við sér í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 53-57. Njarðvík byrjaði 4. leikhlutann betur en Haukar komu aftur til baka og Sólrún Inga Gísladóttir minnkaði muninn í 67-71 þegar hún setti niður þrist. Njarðvíkingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74. Tyson-Thomas var langstigahæst í liði Njarðvíkur eins og áður sagði. Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arnardóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir fimmtán. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Njarðvík er áfram í 5. sæti deildarinnar og Haukar í áttunda og neðsta sætinu.Haukar-Njarðvík 73-74 (15-18, 13-19, 25-20, 20-17)Haukar: Dýrfinna Arnardóttir 16/4 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 15/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/9 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 13, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/16 fráköst/5 varin skot, Soffía Rún Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 3/11 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn.Vísir/Stefán Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15 Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas atkvæðamest í liði Njarðvíkur en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst. Haukar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en voru samt nálægt því að kreista fram sigur. Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar tóku við sér í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 53-57. Njarðvík byrjaði 4. leikhlutann betur en Haukar komu aftur til baka og Sólrún Inga Gísladóttir minnkaði muninn í 67-71 þegar hún setti niður þrist. Njarðvíkingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74. Tyson-Thomas var langstigahæst í liði Njarðvíkur eins og áður sagði. Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arnardóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir fimmtán. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Njarðvík er áfram í 5. sæti deildarinnar og Haukar í áttunda og neðsta sætinu.Haukar-Njarðvík 73-74 (15-18, 13-19, 25-20, 20-17)Haukar: Dýrfinna Arnardóttir 16/4 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 15/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/9 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 13, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/16 fráköst/5 varin skot, Soffía Rún Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 3/11 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn.Vísir/Stefán
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15 Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15
Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26