Tyson-Thomas dró Njarðvíkurvagninn í sigri á Haukum | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2017 21:22 Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas atkvæðamest í liði Njarðvíkur en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst. Haukar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en voru samt nálægt því að kreista fram sigur. Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar tóku við sér í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 53-57. Njarðvík byrjaði 4. leikhlutann betur en Haukar komu aftur til baka og Sólrún Inga Gísladóttir minnkaði muninn í 67-71 þegar hún setti niður þrist. Njarðvíkingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74. Tyson-Thomas var langstigahæst í liði Njarðvíkur eins og áður sagði. Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arnardóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir fimmtán. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Njarðvík er áfram í 5. sæti deildarinnar og Haukar í áttunda og neðsta sætinu.Haukar-Njarðvík 73-74 (15-18, 13-19, 25-20, 20-17)Haukar: Dýrfinna Arnardóttir 16/4 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 15/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/9 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 13, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/16 fráköst/5 varin skot, Soffía Rún Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 3/11 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn.Vísir/Stefán Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15 Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas atkvæðamest í liði Njarðvíkur en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst. Haukar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en voru samt nálægt því að kreista fram sigur. Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar tóku við sér í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 53-57. Njarðvík byrjaði 4. leikhlutann betur en Haukar komu aftur til baka og Sólrún Inga Gísladóttir minnkaði muninn í 67-71 þegar hún setti niður þrist. Njarðvíkingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74. Tyson-Thomas var langstigahæst í liði Njarðvíkur eins og áður sagði. Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arnardóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir fimmtán. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Njarðvík er áfram í 5. sæti deildarinnar og Haukar í áttunda og neðsta sætinu.Haukar-Njarðvík 73-74 (15-18, 13-19, 25-20, 20-17)Haukar: Dýrfinna Arnardóttir 16/4 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 15/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/9 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 13, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/16 fráköst/5 varin skot, Soffía Rún Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 3/11 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn.Vísir/Stefán
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15 Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. 7. janúar 2017 19:15
Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. 7. janúar 2017 18:26
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum