Los Angeles umferðarþyngsta borg heims Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 09:00 Umferðarteppa í Los Angeles. Los Angeles er borg englanna en það telst seint guðdómlegt að aka um borgina því hún mælist sú borg heimsins sem er umferðarþyngst. Íbúar hennar eyða 104 klukkustundum á ári í það að mæna á stuðarann á næsta bíl fyrir framan án þess að hreyfast. Í öðru sæti á þessum lista er Moskva, en aðrar tvær bandarískar borgir, New York og San Francisco í þriðja og fjórða sæti og kólombíska borgin Bogotá er í því fimmta. Meðal bandaríkjamaðurinn eyðir 42 klukkustund í umferðarteppu á ári, eða um 7 mínútum á dag, en í tilfelli Los Angeles-búa eru það 17 mínútur á dag. Umferðarþyngsta landið í heiminum er samt ekki Bandaríkin því þar á Tæland vinninginn með 61 klukkustund á ári, eða 10 mínútur á dag. Umferðarteppur eru ekki bara leiðinlegar heldur kosta þær mikið. Þær auka mjög eyðslu bíla og sóa tíma fólks sem það annars gæti notað til vinnu eða frítíma. Þær auka einnig mikið á mengun, svo það er til mikils að vinna að losna við umferðarteppur. INRIX, sem sér um þessar mælingar áætla að hver klukkutími í umferðarteppu í Bandaríkjunum kosti á milli 1.400 til 2.800 króna. Ástandið í Bandaríkjunum fer síversnandi og er því spáð að umferðarteppur muni kosta Bandaríkjamenn 2.800 milljarða dollara á ári frá og með árinu 2030. Það verður að teljast mikið fé. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Los Angeles er borg englanna en það telst seint guðdómlegt að aka um borgina því hún mælist sú borg heimsins sem er umferðarþyngst. Íbúar hennar eyða 104 klukkustundum á ári í það að mæna á stuðarann á næsta bíl fyrir framan án þess að hreyfast. Í öðru sæti á þessum lista er Moskva, en aðrar tvær bandarískar borgir, New York og San Francisco í þriðja og fjórða sæti og kólombíska borgin Bogotá er í því fimmta. Meðal bandaríkjamaðurinn eyðir 42 klukkustund í umferðarteppu á ári, eða um 7 mínútum á dag, en í tilfelli Los Angeles-búa eru það 17 mínútur á dag. Umferðarþyngsta landið í heiminum er samt ekki Bandaríkin því þar á Tæland vinninginn með 61 klukkustund á ári, eða 10 mínútur á dag. Umferðarteppur eru ekki bara leiðinlegar heldur kosta þær mikið. Þær auka mjög eyðslu bíla og sóa tíma fólks sem það annars gæti notað til vinnu eða frítíma. Þær auka einnig mikið á mengun, svo það er til mikils að vinna að losna við umferðarteppur. INRIX, sem sér um þessar mælingar áætla að hver klukkutími í umferðarteppu í Bandaríkjunum kosti á milli 1.400 til 2.800 króna. Ástandið í Bandaríkjunum fer síversnandi og er því spáð að umferðarteppur muni kosta Bandaríkjamenn 2.800 milljarða dollara á ári frá og með árinu 2030. Það verður að teljast mikið fé.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent