Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Skallagrímur 79-84 | Skallagrímur neitar að tapa á útivelli Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2017 21:45 Fanney Lind Thomas og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eigast við undir körfunni. vísir/eyþór Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira
Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira