Jón Arnór: Við megum alls ekki hika því þá erum við dauðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 15:00 Jón í leiknum í dag. vísir/ernir Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57
Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45
Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11
Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02