Dodge Charger fær undirvagn Maserati Ghibli Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 09:00 Dodge Charger. Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent
Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent